Innlent

Heil­brigðis­starfs­menn Orku­hússins hlaupa undir bagga með Land­spítala

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmenn Orkuhússins munu hlaupa undir bagga með starfsmönnum Landspítala til að létta á álaginu á spítalanum.
Starfsmenn Orkuhússins munu hlaupa undir bagga með starfsmönnum Landspítala til að létta á álaginu á spítalanum. Vísir/Vilhelm

Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Orkuhúsið um að útvega lækna og hjúkrunarfræðinga til að starfa á Landspítala og þannig styðja við þjónustu spítalans á þessum krefjandi tímum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Verkefnið mun hefjast næsta mánudag, 17. janúar, en þegar hafa Sjúkratryggingar gert samning við Klíníkina í Ármúla um aðstoð við spítalann. 

Starfsmenn Orkuhússins bætast því við starfsmenn Klíníkarinnar, sem hafa þegar hafið störf á spítalanum, og er nú verið að vinna að frekari útvíkkun verkefnisins í samstarfi við ffleiri læknastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 

Neyðarástand hefur verið í gildi á Landspítala síðan 28. desember síðastliðinn og má það að miklu leyti rekja til manneklu á spítalanum. Til þess að bregðast við þessu ástandi hefur spítalinn til að mynda gripið á það ráð að fullbólusettur starfsmaður sem kemur til vinnu eftir Covid-sýkingu má koma strax til starfa eftir ústkrift úr Covid-göngudeild svo framarlega sem hann sé einkennalaus. Þá mega starfsmenn sem eru í sóttkví mæta til vinnu. 


Tengdar fréttir

Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir.

„Spáin núna ætti eigin­lega að heita vondur, verri, verstur“

Bjart­­sýnasta spá Land­­spítala um inn­lagnir á legu­­deild vegna Co­vid-19 virðist nú vera að rætast. Verk­efna­­stjóri hjá far­­sótta­­nefnd Land­­spítala segir orða­lagið um bjart­sýna spá villandi og telur nauð­­syn­­legt að herða tak­­markanir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.