Stjórnvöld taka á móti 35 til 70 manns til viðbótar frá Afganistan Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2022 12:58 Afganar bíða í röð í Kabúl eftir fjárúthlutun á vegum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ap/Bram Janssen Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti 35 til 70 manns frá Afganistan til viðbótar við þann hóp sem tekið var á móti í haust. Ákvörðunin var tekin í ljósi þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir í landinu í kjölfar valdatöku talibana. Í ágúst samþykkti ríkisstjórnin að aðstoða og taka á móti tilgreindum hópi Afgana með tengsl við Ísland vegna valdatökunnar. Í kjölfarið komu 78 einstaklingar frá Afganistan í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Lífsskilyrði hafa farið versnandi í landinu undanfarna mánuði og telur ríkisstjórnin brýnt að bregðast frekar við stöðunni. Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Í desember vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok. Erfitt að áætla endanlegan fjölda Flóttamannanefnd hefur verið falið að útfæra nýja tillögu ríkisstjórnarinnar. Horft verður sérstaklega til einstæðra kvenna í viðkvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra. Að sögn stjórnvalda er erfitt að meta nákvæman fjölda sem tekið verður á móti þar sem hann fer eftir fjölskyldusamsetningu. Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrri hópurinn yrði um 90 til 120 manns en 78 einstaklingar hafa komið til landsins frá Afganistan í haust líkt og fyrr segir. Fimm manna fjölskylda þáði ekki boð um að flytjast til Íslands og fjörutíu einstaklingar hafa fengið að dveljast í öðrum ríkjum. Flóttafólk á Íslandi Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. 27. desember 2021 14:31 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Í ágúst samþykkti ríkisstjórnin að aðstoða og taka á móti tilgreindum hópi Afgana með tengsl við Ísland vegna valdatökunnar. Í kjölfarið komu 78 einstaklingar frá Afganistan í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Lífsskilyrði hafa farið versnandi í landinu undanfarna mánuði og telur ríkisstjórnin brýnt að bregðast frekar við stöðunni. Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Í desember vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok. Erfitt að áætla endanlegan fjölda Flóttamannanefnd hefur verið falið að útfæra nýja tillögu ríkisstjórnarinnar. Horft verður sérstaklega til einstæðra kvenna í viðkvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra. Að sögn stjórnvalda er erfitt að meta nákvæman fjölda sem tekið verður á móti þar sem hann fer eftir fjölskyldusamsetningu. Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrri hópurinn yrði um 90 til 120 manns en 78 einstaklingar hafa komið til landsins frá Afganistan í haust líkt og fyrr segir. Fimm manna fjölskylda þáði ekki boð um að flytjast til Íslands og fjörutíu einstaklingar hafa fengið að dveljast í öðrum ríkjum.
Flóttafólk á Íslandi Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. 27. desember 2021 14:31 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. 27. desember 2021 14:31
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22