Talíbanar banna langferðir kvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 14:31 Ökumönnum hvers kyns farartækja er nú óheimilt að hleypa konum, sem eru einar á langferð og án viðeigandi höfuðslæðu, inn í ökutækin. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu. Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu.
Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31