Nýjar hæðir í sýnatökum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2022 11:54 Von er á miklum fjölda barna í sýnatökur á morgun. vísir/vilhelm Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna Covid-prófa. Í þessari viku hafa allt að sex þúsund sýni verið tekin á dag á Suðurlandsbrautinni þar sem heilsugæslan býður upp á sýnatöku. „Það er búið að vera álag alla vikuna og þá sérstaklega mikið álag hérna að taka sýnatöku hjá börnum. Búið að vera það alla vikuna og byrjaði svo sem í síðustu viku. Það er fyrirséð að það verði áfram þannig að þetta eru alveg nýjar hæðir sem við erum að fara í í sýnatökum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hvað mest hefur verið að gera hafa eitt þúsund börn mætt í sýnatöku. „Þessar tölur sem ég er að tala um, þegar ég er að tala um þúsund börn, það eru átta ára og yngir þannig að þau eru álíka mörg sem eru átta ára og eldri. Átta til átján þannig að þetta eru ansi mörg börn.“ Yfir níu hundruð börn mæta á morgun Ragnheiður segir það taka fimm sinumm lengri tíma að taka sýni hjá barni en fullorðnum sem geri allt miklu erfiðara. Þá er búist við miklu álagi á morgun þegar fjöldi barna mætir í sýnatöku enn eina ferðina. „Bara 900 börn eru að losna úr sóttkví á morgun en það eru þau sem voru útsett á mánudaginn.“ Börn sem mæta í covid-próf fara nú í sér röð en Ragnheiður segir það fyrirkomulag hafa reynst vel. „Við teljum að það sé betra því þarna erum við okkar færasta fólk til þess að taka þessi sýni og fólkið sem er með bestu reynsluna og mestu reynsluna og flest fagfólk þar líka. Þannig það er ástæðan fyrir því að við reynum að taka þau þarna öðru megin.“ Ragnheiður segir stöðuna erfiða og álagið á allt starfsfólk mjög mikið. „Við erum náttúrulega komin yfir þolmörkin myndi ég segja þannig við erum bara einhvern veginn að reyna hvern dag að bregðast við hvað við getum.“ Hún telur þó ekki þurfa að koma til þess að fólki verði vísað frá. „Ég hugsa að við myndum nú seint vísa fólki frá en við munum bara reyna að bregast við á hverjum degi hvað við getum og þá hvort við opnum annars staðar eða á fleiri stöðvar eða köllum til fleira fagfólk eins og við höfum verið að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna Covid-prófa. Í þessari viku hafa allt að sex þúsund sýni verið tekin á dag á Suðurlandsbrautinni þar sem heilsugæslan býður upp á sýnatöku. „Það er búið að vera álag alla vikuna og þá sérstaklega mikið álag hérna að taka sýnatöku hjá börnum. Búið að vera það alla vikuna og byrjaði svo sem í síðustu viku. Það er fyrirséð að það verði áfram þannig að þetta eru alveg nýjar hæðir sem við erum að fara í í sýnatökum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hvað mest hefur verið að gera hafa eitt þúsund börn mætt í sýnatöku. „Þessar tölur sem ég er að tala um, þegar ég er að tala um þúsund börn, það eru átta ára og yngir þannig að þau eru álíka mörg sem eru átta ára og eldri. Átta til átján þannig að þetta eru ansi mörg börn.“ Yfir níu hundruð börn mæta á morgun Ragnheiður segir það taka fimm sinumm lengri tíma að taka sýni hjá barni en fullorðnum sem geri allt miklu erfiðara. Þá er búist við miklu álagi á morgun þegar fjöldi barna mætir í sýnatöku enn eina ferðina. „Bara 900 börn eru að losna úr sóttkví á morgun en það eru þau sem voru útsett á mánudaginn.“ Börn sem mæta í covid-próf fara nú í sér röð en Ragnheiður segir það fyrirkomulag hafa reynst vel. „Við teljum að það sé betra því þarna erum við okkar færasta fólk til þess að taka þessi sýni og fólkið sem er með bestu reynsluna og mestu reynsluna og flest fagfólk þar líka. Þannig það er ástæðan fyrir því að við reynum að taka þau þarna öðru megin.“ Ragnheiður segir stöðuna erfiða og álagið á allt starfsfólk mjög mikið. „Við erum náttúrulega komin yfir þolmörkin myndi ég segja þannig við erum bara einhvern veginn að reyna hvern dag að bregðast við hvað við getum.“ Hún telur þó ekki þurfa að koma til þess að fólki verði vísað frá. „Ég hugsa að við myndum nú seint vísa fólki frá en við munum bara reyna að bregast við á hverjum degi hvað við getum og þá hvort við opnum annars staðar eða á fleiri stöðvar eða köllum til fleira fagfólk eins og við höfum verið að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51
1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32
Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44
Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05