Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2022 09:51 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Egill Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. Í erindinu, sem er dagsett 11. janúar, segir að umboðsmanni hafi borist ábendingar um að umhverfi sýnatökunnar sé ekki barnvænt, auk þess sem þröngt sé um börnin og foreldra þeirra. Þá séu þeir sem taka sýni úr börnunum ekki menntaðir heilbrigðisstarfsmenn og þeir hafi ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í erindinu. Umboðsmaður beinir því til stofnunarinnar að aðskilja þau svæði þar sem sýnatökur barna annars vegar og fullorðinna hins vegar fara fram og umhverfið gert hlýlegt og barnvænt. Þá sé æskilegt að þeir sem taka sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn eða hafi hið minnsta fengið þjálfun til að gera þeim kleift að bregðast við kvíða og vanlíðan barnanna vegna sýnatökunnar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, sem sér um sýnatökur við Suðurlandsbraut, hafði áður fengið áþekkt bréf frá umboðsmanni og hefur nú brugðist við ábendingum, meðal annars með því að veita börnum forgang og þjálfa starfsmenn í að taka sýni úr börnum. Hins vegar er enn tekið á móti börnum og fullorðnum á sama svæði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Réttindi barna Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í erindinu, sem er dagsett 11. janúar, segir að umboðsmanni hafi borist ábendingar um að umhverfi sýnatökunnar sé ekki barnvænt, auk þess sem þröngt sé um börnin og foreldra þeirra. Þá séu þeir sem taka sýni úr börnunum ekki menntaðir heilbrigðisstarfsmenn og þeir hafi ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í erindinu. Umboðsmaður beinir því til stofnunarinnar að aðskilja þau svæði þar sem sýnatökur barna annars vegar og fullorðinna hins vegar fara fram og umhverfið gert hlýlegt og barnvænt. Þá sé æskilegt að þeir sem taka sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn eða hafi hið minnsta fengið þjálfun til að gera þeim kleift að bregðast við kvíða og vanlíðan barnanna vegna sýnatökunnar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, sem sér um sýnatökur við Suðurlandsbraut, hafði áður fengið áþekkt bréf frá umboðsmanni og hefur nú brugðist við ábendingum, meðal annars með því að veita börnum forgang og þjálfa starfsmenn í að taka sýni úr börnum. Hins vegar er enn tekið á móti börnum og fullorðnum á sama svæði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Réttindi barna Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira