Innlent

Danir hafi van­rækt hand­rita­sátt­málann

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lilja stendur föst á sínu. Handritin skulu heim.
Lilja stendur föst á sínu. Handritin skulu heim. vísir/vilhelm

Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands.

Lítið hefur komið út úr störfum sam­ráðs­nefndar Ís­lands og Dan­merkur um hand­ritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum.

Lilja Al­freðs­dóttir menningar­mála­ráð­herra hefur í sinni stjórnar­tíð talað fyrir því að fá þau ís­lensku mið­alda­hand­rit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim.

Í vikunni birti Danska Ríkis­út­varpið við­tal við ráð­herrann þar sem hún gagn­rýndi meðal annars fram­lag Dana til fræðanna.

„Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rann­sóknar­skyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjár­veitingar til Nor­rænna fræða í Kaup­manna­hafnar­há­skóla,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir, ferða­mála-, við­skipta- og menningar­mála­ráð­herra.

Í hand­rita­sátt­málanum var á­kveðið að Ís­lendingar fengju hluta hand­ritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rann­sóknum á þeim.

Einnig er þar kveðið á um Ís­lendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri hand­rit af­hent.

Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar

Er þessi samningur þá orðinn úr­eltur að mati ráð­herrans?

„Hann var mjög um­deildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að hand­ritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Ís­lands því að þeir höfðu á­hyggjur af því að það myndi ein­hver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitt­hvað meira að koma,“ segir Lilja.

Þó telur hún að hægt sé að vinna innan sam­komu­lagsins með því að fá lang­tíma­lán á hand­ritunum.

Danir neituðu ný­lega Norð­mönnum um svipaða lang­tíma­láns­beiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningar­verð­mætum aftur til upp­runa­landanna.

Lilju þykir synd að hand­ritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er.

„Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfir­völd segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.