Innlent

1.101 greindist innan­lands í gær

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm

1.101 einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og 105 á landamærum. 46% þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu og 54% utan sóttkvíar.

1.135 greindust innan­lands á þriðjudag og 1.191 á mánudag. 9.815 eru nú í einangrun vegna Covid-19 en voru 10.033 í gær. 9.769 einstaklingar eru í sóttkví og fækkar úr 10.063. 758 eru í skimunarsóttkví. 44 sjúklingar eru á sjúkrahúsi með Covid-19 og þar af sex á gjörgæslu. Vitað er um 622 endursmit. 

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum Covid-19. 43 hafa nú látist af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldursins.

4.662 einkennasýni voru greind í gær, 2.587 sóttkvíarsýni og 1.009 landamærasýni. 

Nýgengi innanlandssmita, það er uppsafnaður fjöldi síðustu fjórtán daga á hverja 100.000 íbúa, er 4.042 og hækkar úr 3.974. Nýgengi landamærasmita er 480, samanborið við 475 í gær. 

43.768 staðfest smit hafa greinst frá upphafi faraldursins hér á landi. Hafa um 12% íbúa greinst með Covid-19 samkvæmt tölum almannavarna.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.