Innlent

Þak fauk af skúr í Ólafs­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Nóttin var annars róleg hjá björgunarsveitum landsins þrátt fyrir mikið hvassviðri.
Nóttin var annars róleg hjá björgunarsveitum landsins þrátt fyrir mikið hvassviðri. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarmenn í Ólafsvík á Snæfellsnesi voru kallaðir út á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar tilkynnt var um að þakplötur væru að fjúka af skúr í bænum.

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Hann segir að nóttin hafi annars verið róleg hjá björgunarsveitum en gular viðvaranir voru í gildi víða á vestanverðu landinu vegna hvassviðris í gær og í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.