Aldrei meira barnaníðsefni fundist á netinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2022 08:50 Barnaníðingar stunda það að fá börnin sjálf til að búa til kynferðislegt efni og deila því. Bresku samtökin Internet Watch Foundation segja árið 2021 hafa verið það versta frá upphafi þegar kemur að barnaníð á netinu. Magn efnis þar sem börn á aldrinum sjö til tíu ára séu misnotuð hafi þrefaldast. IWF berst árlega gríðarlegur fjöldi tilkynninga um barnaníðsefni frá almenningi, lögreglu og fleirum, sem farið er yfir og í fyrra reyndust 250 þúsund netslóðir sem samtökin skoðuðu innihalda slíkt efni, samanborið við 153 þúsund netslóðir árið 2020. Þá varð veruleg aukning á efni þar sem börn voru fengin til að búa til og deila kynferðislegu efni en þar var gríðarleg fjölgun í efni þar sem börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Forsvarsmenn IWF segja mögulega mega rekja þróunina til sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins, þar sem milljónir barna og ungmenna hafi mátt dúsa heima og þess vegna varið meiri tíma en venjulega á netinu. Þá aukist líkurnar á því að þau lendi í gildru glæpamanna sem fái þau til að búa til og deila efni, sem þeir deili svo áfram. IWF fann árið 2021 um það bil 182 þúsund tilvik þar sem um var að ræða efni sem börnin höfðu sjálf búið til; myndir og myndskeið. Af þessum áttu sjö til tíu ára börn í hlut í um 27 þúsund tilvikum, sem er þrefaldur fjöldinn árið áður. Stærstur hluti efnisins sýndi hins vegar börn á aldrinum elleftu til þrettán ára. Susie Hargreaves, framkvæmdastjóri IWF, segir barnaníðinga freista þess í stórum stíl að koma sér inn undir hjá börnum og fá þau til að búa til og deila kynferðislegu efni. „Í mjög mörgum tilvikum á kynferðislega misnotkunin sér stað í svefnherbergjum barna á heimilum þar sem foreldrarnir eru algjörlega óafvitandi um hvað ókunnugir með nettengingu eru að gera börnunum þeirra,“ segir Hargreaves. Guardian greindi frá. Ofbeldi gegn börnum Bretland Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
IWF berst árlega gríðarlegur fjöldi tilkynninga um barnaníðsefni frá almenningi, lögreglu og fleirum, sem farið er yfir og í fyrra reyndust 250 þúsund netslóðir sem samtökin skoðuðu innihalda slíkt efni, samanborið við 153 þúsund netslóðir árið 2020. Þá varð veruleg aukning á efni þar sem börn voru fengin til að búa til og deila kynferðislegu efni en þar var gríðarleg fjölgun í efni þar sem börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Forsvarsmenn IWF segja mögulega mega rekja þróunina til sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins, þar sem milljónir barna og ungmenna hafi mátt dúsa heima og þess vegna varið meiri tíma en venjulega á netinu. Þá aukist líkurnar á því að þau lendi í gildru glæpamanna sem fái þau til að búa til og deila efni, sem þeir deili svo áfram. IWF fann árið 2021 um það bil 182 þúsund tilvik þar sem um var að ræða efni sem börnin höfðu sjálf búið til; myndir og myndskeið. Af þessum áttu sjö til tíu ára börn í hlut í um 27 þúsund tilvikum, sem er þrefaldur fjöldinn árið áður. Stærstur hluti efnisins sýndi hins vegar börn á aldrinum elleftu til þrettán ára. Susie Hargreaves, framkvæmdastjóri IWF, segir barnaníðinga freista þess í stórum stíl að koma sér inn undir hjá börnum og fá þau til að búa til og deila kynferðislegu efni. „Í mjög mörgum tilvikum á kynferðislega misnotkunin sér stað í svefnherbergjum barna á heimilum þar sem foreldrarnir eru algjörlega óafvitandi um hvað ókunnugir með nettengingu eru að gera börnunum þeirra,“ segir Hargreaves. Guardian greindi frá.
Ofbeldi gegn börnum Bretland Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira