Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 19:02 Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, er formaður Læknaráðs Landspítalans. Vísir/Einar Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við. Hún óttast „spekileka“ eða flótta heilbrigðisstarfsmanna og í aðsendri grein á Vísi segir hún að stjórnvöld þurfi að koma til móts við fólkið í framlínunni. Sömu starfsmennirnir hafi verið í framlínunni frá því í upphafi faraldurs og stjórnvöld geti ekki gert ráð fyrir endalausri þolinmæði heilbrigðisstarfsmanna án nokkurrar umbunar. Flótti mannauðs óbætanlegur skaði „Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðu að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast,“ segir Steinunn í greininni og bætir við að viðbótargreiðslur gætu einnig verið hvatning fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að snúa aftur í bakvarðasveit. Steinunn lítur til nágrannalanda okkar og nefnir að tímabundnar álagsgreiðslur séu meðal annars greiddar til heilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð. Þar samþykkti framlínustarfsfólk að lengja vinnutíma og færa sig milli starfsstöðva gegn hækkun launa. Hún bætir við að viðbótargreiðslur þurfi ekki að einskorðast við heilbrigðiskerfið heldur einnig við þær stéttir sem almennt eru undir mestu álagi hverju sinni. „Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara,“ segir Steinunn í greininni og vísar til Kjarasamnings Læknafélags Íslands. Steinunn ræddi málið við Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við. Hún óttast „spekileka“ eða flótta heilbrigðisstarfsmanna og í aðsendri grein á Vísi segir hún að stjórnvöld þurfi að koma til móts við fólkið í framlínunni. Sömu starfsmennirnir hafi verið í framlínunni frá því í upphafi faraldurs og stjórnvöld geti ekki gert ráð fyrir endalausri þolinmæði heilbrigðisstarfsmanna án nokkurrar umbunar. Flótti mannauðs óbætanlegur skaði „Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðu að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast,“ segir Steinunn í greininni og bætir við að viðbótargreiðslur gætu einnig verið hvatning fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að snúa aftur í bakvarðasveit. Steinunn lítur til nágrannalanda okkar og nefnir að tímabundnar álagsgreiðslur séu meðal annars greiddar til heilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð. Þar samþykkti framlínustarfsfólk að lengja vinnutíma og færa sig milli starfsstöðva gegn hækkun launa. Hún bætir við að viðbótargreiðslur þurfi ekki að einskorðast við heilbrigðiskerfið heldur einnig við þær stéttir sem almennt eru undir mestu álagi hverju sinni. „Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara,“ segir Steinunn í greininni og vísar til Kjarasamnings Læknafélags Íslands. Steinunn ræddi málið við Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira