Svínshjartað marki tímamót en mögulega tímabundin lausn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 21:00 Svínshjarta var í fyrsta sinn í sögunni grætt í manneskju. Hjartaskurðlæknir segir aðgerðina marka tímamót í læknavísinunum en setur ákveðna varnagla við ígræðsluna sem gæti verið tímabundin lausn. Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“ Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“
Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent