Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 21:44 Arnar Þór Jónsson er lögmaður frjálsu félagasamtakanna Frelsi og ábyrgð. Vísir/ÞÞ Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var á vefsíðu stjórnarráðsins, segir að kæran hafi borist þann 3. janúar síðastliðinn. Með henni var þess krafist „að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn.“ Undir kærubréfið skrifar varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson, fyrir hönd samtakanna. Kærandi, Frelsi og ábyrgð, byggði málatilbúnað sinn á ákvæði lyfjalaga sem kveður á um að Lyfjastofnun skuli afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt. Í kærunni segir að framleiðandi bóluefnisins hafi þegar staðfest að nauðsynlegt sé að þróa nýtt bóluefni við Covid-19 vegna tilkomu ómíkron-afbrigðis þess. Þórólfur Guðnason sagði í pistli á Covid.is í gær að þau bóluefni sem nú eru í notkun veiti vernd gegn ómíkron líkt og öðrum afbrigðum. Þá er því einnig haldið fram í kærunni að margir sérfræðingar telji að ekki eigi að bólusetja börn gegn Covid-19 vegna þess að lyfið sé ekki rannsakað nægilega vel. Í Pallborðinu á Vísi í fyrradag ræddu sérfræðingarnir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í læknisfræði, bólusetningu barna og tilgang hennar. Þau sammældust um að ganglegt væri að bólusetja börn til að vernda þau gegn smiti og alvarlegum veikindum. Frelsi og ábyrgð ekki aðili að leyfisveitingu Í niðurstöðum ráðuneytisins segir að samtökin Frelsi og ábyrgð hafi engra lögvarinna hagsmuna að gæta af veitingu markaðsleyfis fyrir bóluefni Pfizer. Það sé mat ráðuneytisins að samtökin geti því ekki verið aðili að stjórnsýslukæru um leyfisveitinguna. Þá er einnig tekið fram að ákvörðun um að draga ekki til baka leyfisveitingu sé ekki eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Því sé hún ekki kæranlega til ráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Af ofangreindum ástæðum var kærunni vísað frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var á vefsíðu stjórnarráðsins, segir að kæran hafi borist þann 3. janúar síðastliðinn. Með henni var þess krafist „að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn.“ Undir kærubréfið skrifar varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson, fyrir hönd samtakanna. Kærandi, Frelsi og ábyrgð, byggði málatilbúnað sinn á ákvæði lyfjalaga sem kveður á um að Lyfjastofnun skuli afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt. Í kærunni segir að framleiðandi bóluefnisins hafi þegar staðfest að nauðsynlegt sé að þróa nýtt bóluefni við Covid-19 vegna tilkomu ómíkron-afbrigðis þess. Þórólfur Guðnason sagði í pistli á Covid.is í gær að þau bóluefni sem nú eru í notkun veiti vernd gegn ómíkron líkt og öðrum afbrigðum. Þá er því einnig haldið fram í kærunni að margir sérfræðingar telji að ekki eigi að bólusetja börn gegn Covid-19 vegna þess að lyfið sé ekki rannsakað nægilega vel. Í Pallborðinu á Vísi í fyrradag ræddu sérfræðingarnir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í læknisfræði, bólusetningu barna og tilgang hennar. Þau sammældust um að ganglegt væri að bólusetja börn til að vernda þau gegn smiti og alvarlegum veikindum. Frelsi og ábyrgð ekki aðili að leyfisveitingu Í niðurstöðum ráðuneytisins segir að samtökin Frelsi og ábyrgð hafi engra lögvarinna hagsmuna að gæta af veitingu markaðsleyfis fyrir bóluefni Pfizer. Það sé mat ráðuneytisins að samtökin geti því ekki verið aðili að stjórnsýslukæru um leyfisveitinguna. Þá er einnig tekið fram að ákvörðun um að draga ekki til baka leyfisveitingu sé ekki eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Því sé hún ekki kæranlega til ráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Af ofangreindum ástæðum var kærunni vísað frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira