Innlent

Bundinn niður og rændur í Kópavogi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögregla missti af mönnunum, sem forðuðu sér þegar þeir heyrðu sírenuvælið. 
Lögregla missti af mönnunum, sem forðuðu sér þegar þeir heyrðu sírenuvælið.  Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Lögregla var kölluð út um klukkan hálf tólf í dag eftir að ráðist hafði verið á mann inni á heimili hans, hann bundinn og verðmætum rænt. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögreglu barst tilkynning klukkan 11:29 í morgun en þá hafði hópur manna ruðst inn í íbúð í Kópavogi og ráðist á húsráðanda, hótað honum og bundið hann niður. 

Mennirnir létu greipar sópa, tóku ýmis verðmæti til dæmis greiðslukort og lyf. Þeir fóru síðan af vettvangi en hótuðu að koma aftur. Húsráðandi greip þar tækifæri og náði að losa sig og óskaði eftir aðstoð lögreglu. 

Eins og hótað var mættu mennirnir aftur á vettvang áður en lögregla kom á staðinn. Þeir heyrðu hins vegar í sírenuvælinu og forðuðu sér áður en lögregla náð í skottið á þeim. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í rannsókn. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.