Fótbolti

Mané með sigurmarkið í uppbótartíma á móti Simbabve

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mané var hetja Senegalliðsins í fyrsta leiknum í Afríkukeppninni.
Sadio Mané var hetja Senegalliðsins í fyrsta leiknum í Afríkukeppninni. Getty/Visionhaus

Senegal tókst að tryggja sér sigur í uppbótartíma í fyrsta leik sinn í Afríkukeppninni í fótbolta í dag þegar liðið vann 1-0 sigur Simbabve í Kamerún.

Sadio Mané, leikmaður Liverpool, var hetja síns liðs en hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu í uppbótartíma.

Vítið var dæmt á Kelvin Madzongwe, leikmann Simbabve, fyrir að taka boltann með hendi.

Mané er þar með kominn með 27 mörk fyrir senegalska landsliðið og vantar því bara tvö mörk til að jafna markamet Henri Camara.

Jafntefli hefði verið óvænt úrslit enda er Senegal í 20. sæti á FIFA-listanum og meira en hundrað sætum ofar en lið Simbabve.

Senegal varð í öðru sæti í síðustu Afríkukeppni en Simbabve hefur aldrei komist upp úr riðlinum.

Hin liðin í riðlinum, Gínea og Malaví, mætast seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×