Enn versnar veðrið: Fleiri gular viðvaranir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 12:08 Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Veðurstofan Allt þangað til í morgun var útlit fyrir að lægð sem gengur yfir landið í kvöld myndi eingöngu láta til sín taka á suðvesturhorninu og Suðurlandi en nú er ljóst að fleiri landshlutar eru undir. Gular viðvaranir taka flestar gildi upp úr klukkan 21 eða síðar og eru í flestum landshlutum landsins. Vindur verður víðast hvar á bilinu 15-30 metrar á sekúndu og getur farið upp í 40 metra á sekúndu í hviðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrið fljótt fara versnandi þegar kvölda tekur. „Það er vaxandi vindur núna í dag og þykknar upp, það verður kominn stormur eða rok hérna suðvestan til í kvöld með rigningu. Mjög hvasst undir Eyjafjöllunum og austur í Mýrdal, þar getur vindurinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Svo færist veðrið smám saman norður yfir landið í nótt. „Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum“ Það fer einnig að hvessa fyrir norðan og austan og svo gengur á með talsverðri rigningu og slyddu á Suðausturlandi og Austfjörðum og líklegt að það verði snjókoma eða hríð á fjallavegum á Austfjörðum. Veðrið gengur síðan niður í fyrramálið,“ segir Þorsteinn. Gera má ráð fyrir að einhverjir muni koma til með að eiga erfitt með svefn veðrið nær hámarki upp úr miðnætti suðvestanlands. Veðrið færist svo norður yfir land og nær hámarki þar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Veðurfræðingur varar fólk við að vera á ferðinni. „Árið hefur byrjað með miklum lægðagangi og alls konar hvassviðri, stormur og rok. Þetta virðist vera svolítið bara í kortunum núna á næstunni og þetta er bara enn ein lægðin sem kemur núna í kvöld. Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26 „Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Gular viðvaranir taka flestar gildi upp úr klukkan 21 eða síðar og eru í flestum landshlutum landsins. Vindur verður víðast hvar á bilinu 15-30 metrar á sekúndu og getur farið upp í 40 metra á sekúndu í hviðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrið fljótt fara versnandi þegar kvölda tekur. „Það er vaxandi vindur núna í dag og þykknar upp, það verður kominn stormur eða rok hérna suðvestan til í kvöld með rigningu. Mjög hvasst undir Eyjafjöllunum og austur í Mýrdal, þar getur vindurinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Svo færist veðrið smám saman norður yfir landið í nótt. „Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum“ Það fer einnig að hvessa fyrir norðan og austan og svo gengur á með talsverðri rigningu og slyddu á Suðausturlandi og Austfjörðum og líklegt að það verði snjókoma eða hríð á fjallavegum á Austfjörðum. Veðrið gengur síðan niður í fyrramálið,“ segir Þorsteinn. Gera má ráð fyrir að einhverjir muni koma til með að eiga erfitt með svefn veðrið nær hámarki upp úr miðnætti suðvestanlands. Veðrið færist svo norður yfir land og nær hámarki þar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Veðurfræðingur varar fólk við að vera á ferðinni. „Árið hefur byrjað með miklum lægðagangi og alls konar hvassviðri, stormur og rok. Þetta virðist vera svolítið bara í kortunum núna á næstunni og þetta er bara enn ein lægðin sem kemur núna í kvöld. Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26 „Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26
„Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01