Sumum nú leyft að útskrifa sjálfan sig úr einangrun vegna álags Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 17:25 MIkið álag er nú á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Einstaklingum sem hafa klárað sjö daga einangrun vegna Covid-19, finna ekki fyrir einkennum og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeild Landspítalans er nú heimilt að útskrifa sjálfa sig úr einangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum þar sem vísað er til mikils álags á göngudeildinni og smitrakingateymi almannavarna. Líkt og áður telst dagurinn sem einstaklingur fer í jákvætt PCR-próf vera dagur núll en hvorki má nota hraðpróf né heimapróf sem viðmið fyrir dag núll. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum þarf ekki að hafa samband við Covid-göngudeild vegna útskriftar, en þessar breytingar eiga meðal annars að draga úr álagi á deildina. Ekki alltaf tekist að útskrifa fólk vegna álags Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að dæmi væru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á Covid-göngudeildinni. Hann sagði stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” sagði Víðir. Hins vegar væri verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara en fram að þessu var fólk í einangrun þar til það fékk tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. 1.242 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Áfram í sóttkví þrátt fyrir örvunarskammt Breyttar reglur um sóttkví fyrir fólk sem hefur fengið örvunarskammt og er útsett fyrir Covid-19 tóku gildi í gær. Áréttað er í tilkynningu almannavarna að þetta eigi við um alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur. Mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem ekki þurfi að uppfylla fyrri skilyrði sóttkvíar þurfi samt sem áður að uppfylla eftirfarandi skilyrði og og fara í PCR-próf á fimmta degi frá útsetningardegi. Að sögn almannavarna og sóttvarnalæknis fela breyttar reglur í sér að hlutaðeigandi er í raun áfram í sóttkví með eftirfarandi undantekningum: heimilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur, óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman, nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan, skylt að nota grímu í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð, óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar, skylt að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum þar sem vísað er til mikils álags á göngudeildinni og smitrakingateymi almannavarna. Líkt og áður telst dagurinn sem einstaklingur fer í jákvætt PCR-próf vera dagur núll en hvorki má nota hraðpróf né heimapróf sem viðmið fyrir dag núll. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum þarf ekki að hafa samband við Covid-göngudeild vegna útskriftar, en þessar breytingar eiga meðal annars að draga úr álagi á deildina. Ekki alltaf tekist að útskrifa fólk vegna álags Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að dæmi væru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á Covid-göngudeildinni. Hann sagði stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” sagði Víðir. Hins vegar væri verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara en fram að þessu var fólk í einangrun þar til það fékk tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. 1.242 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Áfram í sóttkví þrátt fyrir örvunarskammt Breyttar reglur um sóttkví fyrir fólk sem hefur fengið örvunarskammt og er útsett fyrir Covid-19 tóku gildi í gær. Áréttað er í tilkynningu almannavarna að þetta eigi við um alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur. Mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem ekki þurfi að uppfylla fyrri skilyrði sóttkvíar þurfi samt sem áður að uppfylla eftirfarandi skilyrði og og fara í PCR-próf á fimmta degi frá útsetningardegi. Að sögn almannavarna og sóttvarnalæknis fela breyttar reglur í sér að hlutaðeigandi er í raun áfram í sóttkví með eftirfarandi undantekningum: heimilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur, óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman, nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan, skylt að nota grímu í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð, óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar, skylt að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35