Sumum nú leyft að útskrifa sjálfan sig úr einangrun vegna álags Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 17:25 MIkið álag er nú á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Einstaklingum sem hafa klárað sjö daga einangrun vegna Covid-19, finna ekki fyrir einkennum og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeild Landspítalans er nú heimilt að útskrifa sjálfa sig úr einangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum þar sem vísað er til mikils álags á göngudeildinni og smitrakingateymi almannavarna. Líkt og áður telst dagurinn sem einstaklingur fer í jákvætt PCR-próf vera dagur núll en hvorki má nota hraðpróf né heimapróf sem viðmið fyrir dag núll. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum þarf ekki að hafa samband við Covid-göngudeild vegna útskriftar, en þessar breytingar eiga meðal annars að draga úr álagi á deildina. Ekki alltaf tekist að útskrifa fólk vegna álags Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að dæmi væru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á Covid-göngudeildinni. Hann sagði stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” sagði Víðir. Hins vegar væri verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara en fram að þessu var fólk í einangrun þar til það fékk tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. 1.242 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Áfram í sóttkví þrátt fyrir örvunarskammt Breyttar reglur um sóttkví fyrir fólk sem hefur fengið örvunarskammt og er útsett fyrir Covid-19 tóku gildi í gær. Áréttað er í tilkynningu almannavarna að þetta eigi við um alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur. Mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem ekki þurfi að uppfylla fyrri skilyrði sóttkvíar þurfi samt sem áður að uppfylla eftirfarandi skilyrði og og fara í PCR-próf á fimmta degi frá útsetningardegi. Að sögn almannavarna og sóttvarnalæknis fela breyttar reglur í sér að hlutaðeigandi er í raun áfram í sóttkví með eftirfarandi undantekningum: heimilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur, óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman, nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan, skylt að nota grímu í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð, óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar, skylt að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum þar sem vísað er til mikils álags á göngudeildinni og smitrakingateymi almannavarna. Líkt og áður telst dagurinn sem einstaklingur fer í jákvætt PCR-próf vera dagur núll en hvorki má nota hraðpróf né heimapróf sem viðmið fyrir dag núll. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum þarf ekki að hafa samband við Covid-göngudeild vegna útskriftar, en þessar breytingar eiga meðal annars að draga úr álagi á deildina. Ekki alltaf tekist að útskrifa fólk vegna álags Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að dæmi væru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á Covid-göngudeildinni. Hann sagði stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” sagði Víðir. Hins vegar væri verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara en fram að þessu var fólk í einangrun þar til það fékk tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. 1.242 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Áfram í sóttkví þrátt fyrir örvunarskammt Breyttar reglur um sóttkví fyrir fólk sem hefur fengið örvunarskammt og er útsett fyrir Covid-19 tóku gildi í gær. Áréttað er í tilkynningu almannavarna að þetta eigi við um alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur. Mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem ekki þurfi að uppfylla fyrri skilyrði sóttkvíar þurfi samt sem áður að uppfylla eftirfarandi skilyrði og og fara í PCR-próf á fimmta degi frá útsetningardegi. Að sögn almannavarna og sóttvarnalæknis fela breyttar reglur í sér að hlutaðeigandi er í raun áfram í sóttkví með eftirfarandi undantekningum: heimilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur, óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman, nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan, skylt að nota grímu í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð, óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar, skylt að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35