Erlent

Sau­tján ára sonur Sinéad O’Connor fannst látinn

Árni Sæberg skrifar
Sonur söngkonunnar Sinéad O’Connor er látinn sautján ára að aldri.
Sonur söngkonunnar Sinéad O’Connor er látinn sautján ára að aldri. Mairo Cinquetti/Getty

Hinn sautján ára Shane O’Connor fannst látinn í gær en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Móðir hans, söngkonan Sinéad O’Connor, segir hann hafa fallið fyrir eigin hendi.

Sinéad O’Connor tilkynnti andlát sonar síns á Twitter snemma í morgun. Hún segir ljós lífs síns hafa „ákveðið að binda enda á þjáningar sínar.“

„Megi hann hvíla í friði og enginn feta í fótspor hans,“ segir hún.

Lögreglan á Írlandi staðfesti andlátið í kjölfarið. Lögreglan hafði leitað hans í Dublin frá því að tilkynnt var um hvarf hans á fimmtudag.

Ef marka má frásögn Sinéad O’Connor var Shane í umsjá barnaverndaryfirvalda á Írlandi vegna andlegra veikinda hans. Hún gagnrýnir yfirvöld harðlega fyrir að hann hafi geta sloppið af spítala og að hún fái engin svör.

Þá hafði hún biðlað opinberlega til sonar síns að gera sjálfum sér ekki mein.

Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×