MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2022 14:00 Farið verður í miklar framkvæmdir hjá MS á Selfossi og MS á Akureyri á árinu og næstu árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári. Um 400 starfsmenn vinna hjá Mjólkursamsölunni en afkoma fyrirtækisins hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og á síðasta ári. Í ljósi góðrar fjárhagslegrar stöðu hefur verið ákveðið að fara í miklar framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og Selfossi. Pálmi Vilhjálmsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við erum að fara að hefja framkvæmdir á nýbyggingum og endurnýjun búnaðar, sem hefur staðið til lengi. Á Selfossi er verið að ræða um að endurnýja duftker, sem er komið til ára sinna. Síðan á að byggja við fyrirtækið á Selfossi. Það á að byggja nýtt þjónusturými, sem er hugsað fyrir stoðbúnað, gufuframleiðslu, kælivélar og ýmislegt annað, vatnsbúskap fyrirtækisins. Þetta er stór og mikil vinnsla og það þarf að hafa þennan búnað öruggan og traustan, það er komin tími á þetta,“ segir Pálmi. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En hvað á að gera á Akureyri? „Við ætlum að stækka þar bæði vinnslu og geymslurými, við ætlum að byggja við húsnæðið þar. Það er áætlað að það verði tæpir fimm þúsund fermetrar. Á Selfossi erum við að tala um tæpa sjö þúsund fermetra. Þannig að allt í allt eru þetta rúmlega tólf þúsund fermetrar á báðum stöðum.“ Pálmi segir að framkvæmdirnar á Akureyri og á Selfossi munu kosta fyrirtækið fimm til sjö milljarða króna þegar allt er talið. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En nýliðið ár, 2021, er Pálmi sáttur við það hvernig það gekk hjá fyrirtækinu? „Mjög sáttur við það og stjórnendur og allir eru mjög sáttir við það, sem að þessu koma, líka í þessu erfiða ástandi, sem hefur verið. Við höfum sloppið blessunarlega vel og erum þar af leiðandi mjög sátt við niðurstöðuna,“segir Pálmi. Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS.MS Árborg Akureyri Landbúnaður Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Um 400 starfsmenn vinna hjá Mjólkursamsölunni en afkoma fyrirtækisins hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og á síðasta ári. Í ljósi góðrar fjárhagslegrar stöðu hefur verið ákveðið að fara í miklar framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og Selfossi. Pálmi Vilhjálmsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við erum að fara að hefja framkvæmdir á nýbyggingum og endurnýjun búnaðar, sem hefur staðið til lengi. Á Selfossi er verið að ræða um að endurnýja duftker, sem er komið til ára sinna. Síðan á að byggja við fyrirtækið á Selfossi. Það á að byggja nýtt þjónusturými, sem er hugsað fyrir stoðbúnað, gufuframleiðslu, kælivélar og ýmislegt annað, vatnsbúskap fyrirtækisins. Þetta er stór og mikil vinnsla og það þarf að hafa þennan búnað öruggan og traustan, það er komin tími á þetta,“ segir Pálmi. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En hvað á að gera á Akureyri? „Við ætlum að stækka þar bæði vinnslu og geymslurými, við ætlum að byggja við húsnæðið þar. Það er áætlað að það verði tæpir fimm þúsund fermetrar. Á Selfossi erum við að tala um tæpa sjö þúsund fermetra. Þannig að allt í allt eru þetta rúmlega tólf þúsund fermetrar á báðum stöðum.“ Pálmi segir að framkvæmdirnar á Akureyri og á Selfossi munu kosta fyrirtækið fimm til sjö milljarða króna þegar allt er talið. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En nýliðið ár, 2021, er Pálmi sáttur við það hvernig það gekk hjá fyrirtækinu? „Mjög sáttur við það og stjórnendur og allir eru mjög sáttir við það, sem að þessu koma, líka í þessu erfiða ástandi, sem hefur verið. Við höfum sloppið blessunarlega vel og erum þar af leiðandi mjög sátt við niðurstöðuna,“segir Pálmi. Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS.MS
Árborg Akureyri Landbúnaður Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira