Innlent

Grunur um í­kveikju í Borgar­túni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla telur að um íkveikju hafi verið að ræða.
Lögregla telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Vísir

Eldur kviknaði í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni laust eftir kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu var maður handtekinn á vettvangi eldsvoðans. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og er grunaður um að hafa brotist inn í húsið og kveikt þar eld.

Eldurinn var minniháttar og starfsmaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við fréttastofu í gær að eldurinn hafi ekki „náð sér á strik.“ Sökum stærðar byggingarinnar tók þó töluverðan tíma að reykræsta húsið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×