Innlent

Réðu niður­lögum elds í Borgar­túni

Árni Sæberg skrifar
Slökkvilið vinnur nú að reykræstingu.
Slökkvilið vinnur nú að reykræstingu. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú að störfum í Borgartúni í Reykjavík. Eldur kom þar upp fyrir skömmu en greiðlega gekk að slökkva hann.

Að sögn starfsmanns slökkviliðsins er nú unnið að því að reykræsta húsið þar sem eldurinn kviknaði. Þó liggja ekki fyrir upplýsingar hvort um mikinn reyk sé að ræða.

Hann segir að um minniháttar eld hafi verið að ræða sem fljótlega var komið auga á og hann slökktur. „Hann allavega náði sér ekki á strik“ segir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×