Umdeildur skopmyndateiknari Moggans hverfur á braut Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2022 17:03 Síðasta mynd Helga Sig í Morgunblaðinu birtist 14. desember 2021. Snurða hljóp á þráðinn í samstarfi teiknarans og ritstjórnar blaðsins því næst þegar Helgi sendi inn mynd var hann beðinn um að tóna verkið niður. Það reyndust hins vegar upphafið af endalokunum og Helgi hefur nú hætt af eigin frumkvæði. Helgi Sig. hefur starfað sem skopmyndateiknari Morgunblaðsins nú í rúman áratug. Teikningar hans hafa reynst afar umdeildar og nú hefur hann sagt gott og er hættur. Skopteikningar Helga hafa reynst afar umdeildar og hefur óþol gagnvart Helga og skopi hans aukist með árunum, ef eitthvað er. Ýmsir hafa viljað taka gráu gríni hans óstinnt upp, viljað skilja skilaboð sem þeir hafa lesið í myndirnar bókstaflega og vænt hann um hreint og klárt mannhatur og/eða að hann hafi verið einskonar framlenging, eða óritskoðuð útgáfa eða hinn illi skoðanatvífari ritstjórans Davíðs Oddssonar. Teikningarnar þóttu ríma grunsamlega oft við efni sem birtist í dálknum Staksteinum sem er stillt upp við hlið skopmyndar dagsins, efni sem er á ábyrgð ritstjóra. Gert að tóna teikningar sínar niður Helgi sjálfur hafnaði þeim kenningum alfarið í viðtali við Vísi sem birtist árið 2018 en þá hafði honum sem oftar tekist að ýfa fjaðrir. Og óvarlegt er að lesa neitt í það að þó Helgi sé hættur sé það fyrirboði þess að Davíð, sem fæddur er 1948, sé á förum. Það bíður betri tíma. Síðasta teikning Helga birtist 14. desember en þar fjallar Helgi um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Blaðamenn Kjarnans virðast hafa saknað skopteikninga hans því þeir fóru á stúfana og könnuð málið. Kjarninn greindi svo frá því nú í vikunni að Helgi hafi hætt að eigin frumkvæði en ástæðuna megi rekja til þess að nú í tvígang hafi teikningum hans verið sendar til baka og hann beðinn um að tóna sitt gráa grín niður. Sem bendir til þess að ritstjórnin sé orðin mædd á því að svara fyrir grínið. Helgi vildi ekkert tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði þetta komið gott og að hann þyrfti ekki á auknu kastljósi fjölmiðla að halda. Leita nú arftaka Helga Og ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um vægi skopmynda í fjölmiðlasögunni og nægir þar að nefna Jyllandspostmálið og umdeildar Múhameðsteikningar sem í því danska blaði birtust 2010 og svo hryðjuverkaárásirnar á hinar frönsku ristjórnarskrifstofur tímaritsins Charle Hebdo 7. janúar 2017. Sá staður þar sem teikningarnar Hafa hafa birst eiga sér merkan samastað í fjölmiðlasögunni en þar birtust hinar þekktu skopteikningar Sigmund – Sigmund Johanson Baldvinsen úr Eyjum – en svo mikil menningarverðmæti þóttu skopteikningar hans að ríkið keypti tíu þúsund teikningar hans árið 2004 með þeim fyrirheitum að þær yrðu gerðar aðgengilegar á netinu. Ívar er með teikningu dagsins í Mogganum. Eftir því sem Vísir kemst næst er það of mikið fyrir einn mann að rísa undir því að skila teikningu alla útgáfudaga og er blaðið því að leita að skopmyndateiknara til að teikna á móti Ívari. Eftir því sem Vísir veit best hafa stjórnvöld ekki boðið í teikningar Helga Sig. En í plássið teiknar nú Ívar Valgarðsson. Hann hefur teiknað í Moggann á móti Helga. Því fylgir álag að standa einn í því og má telja víst að blaðið sé á útkíkkinu eftir öðrum félaga fyrir Ívar. Þeir hafa í seinni tíð yfirleitt verið tveir teiknararnir, sem skipst hafa á, stundum þrír teiknararnir sem hafa skemmt lesendum Morgunblaðsins, en teikningarnar þær hafa fallið misvel í kramið – eins og gengur. Grín og gaman Fjölmiðlar Myndlist Vistaskipti Tengdar fréttir Skopmyndari Moggans ekki frétt af því að hann sé hættur Ekki birtist mynd eftir hinn mjög svo umdeilda skopmyndateiknara Morgunblaðsins í blaði dagsins eins og venja er til. Þegar fóru á flug sögusagnir um að hann væri hættur og rötuðu þær kenningar að sjálfsögðu inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis. En Helgi Sigurðsson teiknari kannast ekki við að hann sé hættur og farinn. 1. nóvember 2021 11:26 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Skopteikningar Helga hafa reynst afar umdeildar og hefur óþol gagnvart Helga og skopi hans aukist með árunum, ef eitthvað er. Ýmsir hafa viljað taka gráu gríni hans óstinnt upp, viljað skilja skilaboð sem þeir hafa lesið í myndirnar bókstaflega og vænt hann um hreint og klárt mannhatur og/eða að hann hafi verið einskonar framlenging, eða óritskoðuð útgáfa eða hinn illi skoðanatvífari ritstjórans Davíðs Oddssonar. Teikningarnar þóttu ríma grunsamlega oft við efni sem birtist í dálknum Staksteinum sem er stillt upp við hlið skopmyndar dagsins, efni sem er á ábyrgð ritstjóra. Gert að tóna teikningar sínar niður Helgi sjálfur hafnaði þeim kenningum alfarið í viðtali við Vísi sem birtist árið 2018 en þá hafði honum sem oftar tekist að ýfa fjaðrir. Og óvarlegt er að lesa neitt í það að þó Helgi sé hættur sé það fyrirboði þess að Davíð, sem fæddur er 1948, sé á förum. Það bíður betri tíma. Síðasta teikning Helga birtist 14. desember en þar fjallar Helgi um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Blaðamenn Kjarnans virðast hafa saknað skopteikninga hans því þeir fóru á stúfana og könnuð málið. Kjarninn greindi svo frá því nú í vikunni að Helgi hafi hætt að eigin frumkvæði en ástæðuna megi rekja til þess að nú í tvígang hafi teikningum hans verið sendar til baka og hann beðinn um að tóna sitt gráa grín niður. Sem bendir til þess að ritstjórnin sé orðin mædd á því að svara fyrir grínið. Helgi vildi ekkert tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði þetta komið gott og að hann þyrfti ekki á auknu kastljósi fjölmiðla að halda. Leita nú arftaka Helga Og ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um vægi skopmynda í fjölmiðlasögunni og nægir þar að nefna Jyllandspostmálið og umdeildar Múhameðsteikningar sem í því danska blaði birtust 2010 og svo hryðjuverkaárásirnar á hinar frönsku ristjórnarskrifstofur tímaritsins Charle Hebdo 7. janúar 2017. Sá staður þar sem teikningarnar Hafa hafa birst eiga sér merkan samastað í fjölmiðlasögunni en þar birtust hinar þekktu skopteikningar Sigmund – Sigmund Johanson Baldvinsen úr Eyjum – en svo mikil menningarverðmæti þóttu skopteikningar hans að ríkið keypti tíu þúsund teikningar hans árið 2004 með þeim fyrirheitum að þær yrðu gerðar aðgengilegar á netinu. Ívar er með teikningu dagsins í Mogganum. Eftir því sem Vísir kemst næst er það of mikið fyrir einn mann að rísa undir því að skila teikningu alla útgáfudaga og er blaðið því að leita að skopmyndateiknara til að teikna á móti Ívari. Eftir því sem Vísir veit best hafa stjórnvöld ekki boðið í teikningar Helga Sig. En í plássið teiknar nú Ívar Valgarðsson. Hann hefur teiknað í Moggann á móti Helga. Því fylgir álag að standa einn í því og má telja víst að blaðið sé á útkíkkinu eftir öðrum félaga fyrir Ívar. Þeir hafa í seinni tíð yfirleitt verið tveir teiknararnir, sem skipst hafa á, stundum þrír teiknararnir sem hafa skemmt lesendum Morgunblaðsins, en teikningarnar þær hafa fallið misvel í kramið – eins og gengur.
Grín og gaman Fjölmiðlar Myndlist Vistaskipti Tengdar fréttir Skopmyndari Moggans ekki frétt af því að hann sé hættur Ekki birtist mynd eftir hinn mjög svo umdeilda skopmyndateiknara Morgunblaðsins í blaði dagsins eins og venja er til. Þegar fóru á flug sögusagnir um að hann væri hættur og rötuðu þær kenningar að sjálfsögðu inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis. En Helgi Sigurðsson teiknari kannast ekki við að hann sé hættur og farinn. 1. nóvember 2021 11:26 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Skopmyndari Moggans ekki frétt af því að hann sé hættur Ekki birtist mynd eftir hinn mjög svo umdeilda skopmyndateiknara Morgunblaðsins í blaði dagsins eins og venja er til. Þegar fóru á flug sögusagnir um að hann væri hættur og rötuðu þær kenningar að sjálfsögðu inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis. En Helgi Sigurðsson teiknari kannast ekki við að hann sé hættur og farinn. 1. nóvember 2021 11:26