Skýrslur teknar af um tuttugu börnum vegna manns sem grunaður er um fjölmörg brot Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 14:08 Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Vísir Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg brot gegn börnum. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lögreglunnar um að það yrði framlengt um fjórar vikur. Maðurinn var upphaflega dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald í desember og rann það út í gær. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá úrskurðinum. Ævar segir að rannsóknin sé umfangsmikil og miði vel áfram. Rúmlega 40 hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins og um helmingur þeirra séu börn. Grunaður um að hafa sent ellefu ára barni klámfengin skilaboð Maðurinn er grunaður um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Landsréttur staðfesti í desember fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn en í dómnum kemur fram að lögregla hafi 22 mál til rannsóknar sem tengjast manninum. Unnið væri að því að afla frekari gagna vegna rannsóknar málanna. Hann er grunaður um að hafa sent börnum á aldrinum ellefu til sextán ára ýmist klámfengin skilaboð og/eða myndir af kynferðislegum toga í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Í nokkrum málum er hann einnig grunaður um að hafa reynt að fá börnin til að hitta sig en hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. Er það mat lögreglu að um sé að ræða afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé að stöðva. Brotaferill mannsins hafi verið nánast samfelldur frá því í maí á þessu ári. Ítrekað brotið af sér eftir að honum var sleppt úr haldi Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann sem var handtekinn í sumar eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, viðhaft við þær kynferðislegt tal og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Fréttastofa greindi frá því í júní að fjölmargar tilkynningar hefðu borist lögreglu frá foreldrum vegna mannsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim sem reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14 Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá úrskurðinum. Ævar segir að rannsóknin sé umfangsmikil og miði vel áfram. Rúmlega 40 hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins og um helmingur þeirra séu börn. Grunaður um að hafa sent ellefu ára barni klámfengin skilaboð Maðurinn er grunaður um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Landsréttur staðfesti í desember fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn en í dómnum kemur fram að lögregla hafi 22 mál til rannsóknar sem tengjast manninum. Unnið væri að því að afla frekari gagna vegna rannsóknar málanna. Hann er grunaður um að hafa sent börnum á aldrinum ellefu til sextán ára ýmist klámfengin skilaboð og/eða myndir af kynferðislegum toga í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Í nokkrum málum er hann einnig grunaður um að hafa reynt að fá börnin til að hitta sig en hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. Er það mat lögreglu að um sé að ræða afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé að stöðva. Brotaferill mannsins hafi verið nánast samfelldur frá því í maí á þessu ári. Ítrekað brotið af sér eftir að honum var sleppt úr haldi Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann sem var handtekinn í sumar eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, viðhaft við þær kynferðislegt tal og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Fréttastofa greindi frá því í júní að fjölmargar tilkynningar hefðu borist lögreglu frá foreldrum vegna mannsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim sem reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14 Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06
Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14
Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50