Lífið

Nicholas Cage og Riko Shibata eiga von á barni

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Nicholas Cage og Riko Shibata eiginkona hans.
Nicholas Cage og Riko Shibata eiginkona hans. Getty/ Eugene Gologursky

Nicholas Cage hefur ekki setið auðum höndum í heimsfaraldrinum en nú eiga hann og eiginkona hans Riko Shibata von á sínum fyrsta barni saman. Fyrir á hann synina Kal-El sem er 16 ára og Weston, sem er á fertugsaldrinum, úr fyrri samböndum.

Leikarinn og eiginkona hans Riko sem er 27 ára giftu sig í Las Vegas í byrjun síðasta árs en þetta er fimmta hjónaband Cage. Brúðkaupið var á afmælisdegi föður leikarans sem er fallinn frá. Parið kynntist í Japan árið áður í gegnum sameiginlega vini þar sem Cage var staddur við tökur á myndinni Prisoner of the Ghostland en Riko er einnig leikkona.

Cage og Shibata á frumsýningu sumarið 2021.Getty/ Michael Kovac

Tengdar fréttir

Cage í hefndarhug

Nicholas Cage er um margt merkilegur leikari. Á löngum ferli hefur hann leikið í ótrúlegu rusli og frábærum, jafnvel sígildum, kvikmyndum. Eftir mögur ár hrekkur hann í gamla gírinn í blóðuga hefndardramanu Mandy.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.