Fimmtug en aldrei verið í betra formi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2022 10:31 Ólafía er fyrst Íslendinga til að vinna Spartan hlaup í sínum aldursflokki. Ólafía Kvaran er fyrst Íslendinga til þess að sigra heimsmeistaramót í Spartan hlaupi sem er hindrunarhlaup á alþjóðlegum vettvangi. Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira