Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2022 07:39 Kári Stefánsson birti opið bréf til ríkisstjórnarinnar milli jóla og nýárs þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar vegna deilna ÍE og Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. Kári segir þetta í samtali við Fréttablaðið. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum. Kári birti svo opið bréf til ríkisstjórnarinnar þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar. Þar gerði hann jafnframt miklar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar. Haft er eftir Kára að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála. Forsætisráðherra bendir ennfremur á að það sé hlutverk dómstóla að leggja mat á réttmæti einstakra úrlausna og hvort stofnanir fari út fyrir verksvið sitt. „Ríkisstjórnin treysti því að Persónuvernd líkt og önnur stjórnvöld séu í góðri trú að vinna eftir lögum með almannaheill og meðalhóf að leiðarljósi,“ segir í svari Katrínar þar sem hún tekur jafnframt fram að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar í baráttunni faraldrinum verði seint fullþökkuð. Uppfært: Kári Stefánsson hefur dregið fyrri ummæli sín til baka og sagt þau byggð á misskilningi. Íslensk erfðagreining Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Tengdar fréttir Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02 Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. 3. desember 2021 15:39 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Kári segir þetta í samtali við Fréttablaðið. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum. Kári birti svo opið bréf til ríkisstjórnarinnar þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar. Þar gerði hann jafnframt miklar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar. Haft er eftir Kára að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála. Forsætisráðherra bendir ennfremur á að það sé hlutverk dómstóla að leggja mat á réttmæti einstakra úrlausna og hvort stofnanir fari út fyrir verksvið sitt. „Ríkisstjórnin treysti því að Persónuvernd líkt og önnur stjórnvöld séu í góðri trú að vinna eftir lögum með almannaheill og meðalhóf að leiðarljósi,“ segir í svari Katrínar þar sem hún tekur jafnframt fram að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar í baráttunni faraldrinum verði seint fullþökkuð. Uppfært: Kári Stefánsson hefur dregið fyrri ummæli sín til baka og sagt þau byggð á misskilningi.
Íslensk erfðagreining Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Tengdar fréttir Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02 Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. 3. desember 2021 15:39 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48
Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02
Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. 3. desember 2021 15:39