Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2022 21:22 Eldstöðin í Fagradalsfjalli í síðustu viku. Kvikan er núna talin vera á um 1.500 metra dýpi. Egill Aðalsteinsson Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að kvikugangurinn er núna talinn hafa færst sunnar. Er hann talinn ná frá nyrsta hluta Nátthaga og inn undir gígaröðina frá nýliðnu ári. Fyrir átta dögum var kvikan talin á tveggja kílómetra dýpi, fyrir fimm dögum á 1,6 kílómetra dýpi og hún er enn að þrýsta sér upp. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur er hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.Egill Aðalsteinsson „Hún er komin núna á um eins og hálfs kílómetra dýpi. Og þessi gangur, sem myndaðist í desember, hann er svona helmingurinn af því sem myndaðist í vor,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Stærð kvikugangsins mælist núna 18 milljónir rúmmetra miðað við 35 milljónir rúmmetra fyrir gosið í mars. „Og nú er í raun bara spurningin: Er nægilegur kraftur þarna fyrir þessa kviku að koma upp eða ekki? Og ef við berum þetta saman til dæmis við Kröflu, þá voru um fimmtíu prósent af svona kvikuinnskotum sem enduðu í gosi. Þannig að: Eigum við ekki að segja að það séu ennþá fimmtíu prósent líkur á gosi,“ segir Kristín. Syðsti hluti kvikugangsins er núna talinn vera undir nyrsta hluta Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Síðustu daga hefur þó verulega dregið úr skjálftavirkni og þenslu. „Já, það hefur gert það. Og það ætti ekkert að koma okkur á óvart þó að þessi litli gangur myndi bara frjósa þarna í skorpunni án þess að koma upp. En við þurfum að vera undir það búin. Þannig að við höldum þessu opnu í einhverja daga.“ En svo rifjast upp aðdragandi gossins í mars. „Þá dró úr öllum þessum merkjum. Það dró úr skjálftavirkni. Það dró úr þessum færslum. Og það varð allt einhvern veginn miklu hægara og maður hélt að nú myndi ekkert meira gerast. Við vitum það líka að aðdragandinn getur verið mjög lúmskur og við þurfum að vera á tánum með það og fylgjast vel með,“ segir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má rifja upp Kröfluelda: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að kvikugangurinn er núna talinn hafa færst sunnar. Er hann talinn ná frá nyrsta hluta Nátthaga og inn undir gígaröðina frá nýliðnu ári. Fyrir átta dögum var kvikan talin á tveggja kílómetra dýpi, fyrir fimm dögum á 1,6 kílómetra dýpi og hún er enn að þrýsta sér upp. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur er hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.Egill Aðalsteinsson „Hún er komin núna á um eins og hálfs kílómetra dýpi. Og þessi gangur, sem myndaðist í desember, hann er svona helmingurinn af því sem myndaðist í vor,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Stærð kvikugangsins mælist núna 18 milljónir rúmmetra miðað við 35 milljónir rúmmetra fyrir gosið í mars. „Og nú er í raun bara spurningin: Er nægilegur kraftur þarna fyrir þessa kviku að koma upp eða ekki? Og ef við berum þetta saman til dæmis við Kröflu, þá voru um fimmtíu prósent af svona kvikuinnskotum sem enduðu í gosi. Þannig að: Eigum við ekki að segja að það séu ennþá fimmtíu prósent líkur á gosi,“ segir Kristín. Syðsti hluti kvikugangsins er núna talinn vera undir nyrsta hluta Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Síðustu daga hefur þó verulega dregið úr skjálftavirkni og þenslu. „Já, það hefur gert það. Og það ætti ekkert að koma okkur á óvart þó að þessi litli gangur myndi bara frjósa þarna í skorpunni án þess að koma upp. En við þurfum að vera undir það búin. Þannig að við höldum þessu opnu í einhverja daga.“ En svo rifjast upp aðdragandi gossins í mars. „Þá dró úr öllum þessum merkjum. Það dró úr skjálftavirkni. Það dró úr þessum færslum. Og það varð allt einhvern veginn miklu hægara og maður hélt að nú myndi ekkert meira gerast. Við vitum það líka að aðdragandinn getur verið mjög lúmskur og við þurfum að vera á tánum með það og fylgjast vel með,“ segir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má rifja upp Kröfluelda:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59
Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00