Innlent

Með um 40 hljóðfæri inn í herbergi hjá sér í Keflavík

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðjón Steinn er mjög hæfileikaríkur ungur tónlistarmaður á Suðurnesjum, sem er að gera það mjög gott og á framtíðina fyrir sér haldi hann áfram á þeirri braut, sem hann er á í dag.
Guðjón Steinn er mjög hæfileikaríkur ungur tónlistarmaður á Suðurnesjum, sem er að gera það mjög gott og á framtíðina fyrir sér haldi hann áfram á þeirri braut, sem hann er á í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Einn efnilegasti tónlistarmaður á Suðurnesjum er ekki nema 17 ára gamall en þrátt fyrir það spilar hann á fjölda hljóðfæra. Saxófóninn er í mestu uppáhaldi hjá honum.

Hér erum við að tala um Guðjón Stein Skúlason, sem býr á Greniteignum í Reykjanesbæ í Keflavík í foreldrahúsum. Herbergið hans er meira og minna fullt af hljóðfærum og hann vinnur líka mikið í tölvunni sinni við að taka upp tónlist og semja tónlist.

Guðjón Steinn hafði meira en nóg að gera að spila á jólahlaðborðum fyrir jólin en þar vakti hann athygli fyrir góða spilamennsku.

„Aðalhljóðfærið mitt er saxófónninn en núna er auka hljóðfærið þverflauta og svo gríp ég stundum líka í klarínettið einstaka sinnum með,“ segir Guðjón og bætir við.

„Upp á síðkastið hef ég verið að spila mikið á bassagítar líka. Ég lenti í því í sumar að spila með Geirmundi Valtýssyni á rafbassa og hef verið að fikta mig áfram þar.“

Guðjón Steinn hefur verið í tónlistarskólum og náð frábærum árangri á þeim vettvangi. Nú stefnir hann á að fara erlendis í tónlistarháskóla og læra meira og spila sem mest.

Guðjón Steinn er mjög góður saxófónleikari og hefur vakið athygli fyrir spilamennsku sína á hljóðfærið.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er bara æðislegt að fá að gera það, sem manni finnst gaman að gera og fá athygli fyrir það, ég ætla bara að halda ótrauður áfram,“ segir hann.

Guðjón er með einhver 40 hljóðfæri inn í herbergi hjá sér.

„Já, það mætti kalla mig safnara upp á það að gera. Flest af þessum hljóðfærum eru bara svona minni hljóðfæri, sem fer ekkert voðalega mikið fyrir.“

Mezzaforte er í miklu uppáhaldi hjá Skúla Steini og þá sérstaklega saxafónleikurinn í Garden Party.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.