Innlent

Ó­nefndur hjóla­hrellir sér ljósið og snýr við blaðinu

Jakob Bjarnar skrifar
Bjartmar Leósson hjólahvíslari fagnar því innilega að einn þeirra sem hann hefur átt í útistöðum við hafi séð ljósið og horfið frá villu síns vegar.
Bjartmar Leósson hjólahvíslari fagnar því innilega að einn þeirra sem hann hefur átt í útistöðum við hafi séð ljósið og horfið frá villu síns vegar.

Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu.

„Ég var að frétta af einum sem ég lenti í miklu stappi við út af hjólamálum. Edrú í dag og kominn aftur í vinnu. Honum er eflaust ekkert alltof vel við mig í dag, en hann má vita að ég virklega fagna þessum fréttum,“ tilkynnir Bjartmar í stuttri tilkynningu á Facebookhópnum „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“.

Í samtali við Vísi segir Bjartmar að umræddur aðili hafi komist í fjölmiðla í tengslum við það þegar hann fór og stóð fyrir hópefli við heimili hans vegna meints hjólastuldar. Vísir greindi frá því á sínum tíma hvernig það gekk fyrir sig.

„Þetta er sem sagt gæinn sem ég lenti í stappi við hann. Fór í þessar aðgerðir, þegar við mættum og mótmæltum. Magnað maður,“ segir Bjartmar. Þó sá hafi látið til sín taka í að grípa hjól ófrjálsri hendi telur Bjartmar að það sé aðeins dropi í hafi, svo umfangmikill er reiðhjólaþjófnaður í Reykjavík.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.