Brynhildur sagði frá sambandinu í viðtali við Fréttablaðið.
Knattspyrnukonan er 21 árs og spilar með meistaraflokki FH. Samhliða því er hún mjög virk á samfélagsmiðlum og er með yfir 50 þúsund fylgjendur á Instagram. Á TikTok náði hún á dögunum þeim árangri að komast yfir milljón fylgjendur.
Dani opnaði nýjan Instagram reikning fyrir sólarhring síðan og hefur aðeins birt tvær myndir.
Kærastan var snögg að skrifa athugasemdir við myndirnar hans.

Brynhildur á marga aðdáendur á TikTok og sem dæmi hefur verið horft 4,6 milljón sinnum á myndbandið hér fyrir neðan.