Innlent

Sækist ekki eftir endur­kjöri og styður Hildi

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Atladóttir starfaði um árabil við forritun hjá CCP, áður en hún sneri sér að borgarmálunum.
Katrín Atladóttir starfaði um árabil við forritun hjá CCP, áður en hún sneri sér að borgarmálunum. Vísir/Vilhelm

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor.

Þetta segir Katrín í samtali við Morgunblaðið, en hún hefur verið í borgarstjórn frá árinu 2018. 

Hún er hugbúnaðarverkfræðingur að mennt og starfaði um árabil hjá CCP áður en hún var kjörin í borgarstjórn. Hún skipaði sjötta sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018.

Katrín segist hafa tekið ákvörðun um að hætta í borgarstjórn síðasta sumar. Hún segir það hafa verið áfall að upplifa hvað allt gangi hægt fyrir sig í stjórnsýslu borgarinnar og að minnstu hlutir geti tekið einhver ár. Hún segist þó ekki útiloka að hún snúi sér aftur að stjórnmálum síðar á lífsleiðinni. 

Katrín segist í samtali við blaðið styðja Hildi Björnsdóttur til að leiða lista Sjálfstæðismanna í vor og segir hana réttu manneskjuna til að geta unnið kosningarnar og sömuleiðis komið Sjálfstæðisflokknum í meirihluta í borginni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.