Innlent

Sund­lauginni lokað og gestir sendir heim

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Loka þurfti Árbæjarlaug í dag vegna manneklu.
Loka þurfti Árbæjarlaug í dag vegna manneklu. Reykjavíkurborg

Loka þurfti Árbæjarlaug síðdegis í dag vegna manneklu og sundlaugagestir voru reknir upp úr. Fjölmargir starfsmenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví eða einangrun og ekki tókst að manna seinni vaktina í lauginni af þeim ástæðum.

Sama staða kom upp í Vesturbæjarlaug í fyrrakvöld en Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið hafi blessast heilt yfir. Loka hafi þurft innilaug í Sundhöll Reykjavíkur í vikunni vegna manneklu en vel hafi gengið að færa sundlaugastarfsmenn milli starfsstöðva. Mbl.is greindi fyrst frá.

„Það kom upp [að starfsmaður] þurfti að fara í sóttkví og við gátum ekki mannað með laugarvörðum. Annars hefðum við þurft að loka á morgun en það er vinsælt að komast á gamlársdag,“ segir Steinþór og bætir við að opið verði í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar á morgun frá klukkan 6.30 til 13 og á nýársdag frá klukkan 12 til 18.

Hann segir að sundlaugagestir hafi sýnt skilning og veit ekki til þess að einhver hafi verið ósáttur. Sundglaðir Reykvíkingar þurfi ekki að örvænta: „Það er opið í kring: Það er opið í Breiðholtslaug, það er opið í Grafarvogslaug, það er opið í nýju Dalslauginni þannig að það er ekki langt að fara í næstu laug,“ segir Steinþór.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.