Fótbolti

Aron lék allan leikinn í tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Einar Gunnarssonlék allan leikinn í liði Al Arabi í dag.
Aron Einar Gunnarssonlék allan leikinn í liði Al Arabi í dag. Getty/Simon Holmes

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í 0-2 tapi Al Arabi gegn Umm-Salal er liðin mættust í Katar í dag.

Heimamenn í Al Arabi voru meira mep boltann og voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum, en það dugar þó ekki alltaf til.

Abdulrahman Issa braut ísinn þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka og Ayman Hussein gerði út um leikinn í uppbótartíma. Niðurstaðan varð því 0-1 sigur gestanna.

Aron og félagar sitja nú í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki, átta stigum á eftir toppliði Al-Sadd. Umm-Salal situr hins vegar í sjötta sæti með 15 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.