Innlent

Einangrun stytt í sjö daga

Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Farsóttarhúsin hafa verið þéttsetin og biðlistar eftir plássum myndast. Rýmum hefur þó verið fjölgað og verður enn frekar á næstunni.
Farsóttarhúsin hafa verið þéttsetin og biðlistar eftir plássum myndast. Rýmum hefur þó verið fjölgað og verður enn frekar á næstunni. Vísir/Vilhelm

Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Þrátt fyrir styttan einangrunartíma er læknum Covid-göngudeildar Landspítalans heimilt að lengja einangrun einstaklinga, telji þeir það nauðsynlegt. 

Reglugerðarbreytingin tekur þegar gildi og nær til allra, óháð því hvort þeir greindust fyrir eða eftir að breytingin tók gildi. Mikið álag hefur undanfarið verið á göngudeildinni og víðar í heilbrigðiskerfinu vegna mikils fjölda smitaðra og því var ákvörðunin um að stytta einangrunina tekin.

Í tilkynningunni er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að hann telji að ákvörðunin sé skref í rétta átt.

„Við sjáum gríðarlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna mikilla smita í samfélaginu, sérstaklega er álagið mikið á Covid-göngudeild Landspítalans. Við sjáum líka víðtæk áhrif smita á samfélagið allt og því tel ég þetta vera rétt skref. Ég hvet fólk til þess að halda áfram að fara varlega, og sýna starfsfólki Covid-göngudeildar áfram þolinmæði og virðingu. Við erum öll í þessu saman.“

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×