Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. desember 2021 11:51 Um síðustu áramót var mjög mikil svifryksmengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. Reykjavíkurborg varaði fyrr í vikunni við því að búast mætti við talsverðri svifryksmengun um áramótin. Veðurspáin hefur frá þeim tíma tekið breytingum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir vindáttina hagstæðari núna, alla vega í Reykjavík. „Þegar að er komið undir tvo metra á sekúndu þá má búast við að mengun safnist mikið upp en þessi spá í Reykjavík núna, sex metrar á sekúndu, það má segja að það sé bara kjörið flugeldaveður, það er sem sagt ekki of hvasst til að skjóta upp en nógu mikill vindur til að bera mengunina burt jafnóðum,“ segir Þorsteinn. Á Akureyri er vindáttin þó hægari, eða um einn til tveir metrar á sekúndu í kringum miðnætti, og því gæti verið eitthvað um mengun þar. Um síðustu áramót var talsverð mengun á höfuðborgarsvæðinu en Þorsteinn á ekki von á sambærilegri stöðu núna, þó það verði að öllum líkindum skotið meira upp. Í ár hafa um 640 tonn af flugeldum verið flutt inn til landsins, samanborið við um 600 tonn í fyrra. „Það er þessi mikla skotgleði sem að skapar þessa miklu losun og ef að það er óhagstætt veður, það er að segja hægviðri og áttleysa, þá getur verið mjög mikil mengun eins og hefur komið öðru hvoru síðustu ár,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið svona sirka annað hvert ár síðustu tíu árin, gróflega séð, þar sem það hefur verið talsvert mikil mengun og hangir jafnvel fram eftir nýársdegi,“ segir Þorsteinn. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir mikilli mengun í ár er þó mikilvægt að viðkvæmir einstaklingar fari varlega. Á það einnig við um þann metfjölda sem er nú í einangrun með Covid. „Þetta er bara auka álag á öndunarfærin, mikil svifryksmengun af svona fínu svifryki, þannig það er bara mjög óæskilegt fyrir þá sem eru með Covid og í raun alla sem eru eitthvað viðkvæmir í öndunarfærum,“ segir Þorsteinn. Fólk hefur verið hvatt til að hópast ekki saman yfir áramótin í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig hefur til að mynda áramótabrennum verið aflýst annað árið í röð, sem og helgihaldi. Reykjavíkurborg hefur þá ákveðið að fjölga tímabundið göngugötum í miðbænum í öryggisskyni, að beiðni ríkislögreglustjóra. Lokað verður fyrir bílaumferð í tvo og hálfan tíma frá 22.30 á gamlársdag til 01.00 eftir miðnætti á nýársdag. Göturnar sem um ræðir eru Frakkastígur frá Bergþórugötu að Njarðargötu, Eiríksgata frá Njarðargötu að Mímisvegi, og Skólavörðustígur frá Njálsgötu að Njarðargötu, auk þess sem Bjarnarstígur og Kárastígur verða lokaðir við Skólavörðustíg. Veður Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10 Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31 Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Reykjavíkurborg varaði fyrr í vikunni við því að búast mætti við talsverðri svifryksmengun um áramótin. Veðurspáin hefur frá þeim tíma tekið breytingum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir vindáttina hagstæðari núna, alla vega í Reykjavík. „Þegar að er komið undir tvo metra á sekúndu þá má búast við að mengun safnist mikið upp en þessi spá í Reykjavík núna, sex metrar á sekúndu, það má segja að það sé bara kjörið flugeldaveður, það er sem sagt ekki of hvasst til að skjóta upp en nógu mikill vindur til að bera mengunina burt jafnóðum,“ segir Þorsteinn. Á Akureyri er vindáttin þó hægari, eða um einn til tveir metrar á sekúndu í kringum miðnætti, og því gæti verið eitthvað um mengun þar. Um síðustu áramót var talsverð mengun á höfuðborgarsvæðinu en Þorsteinn á ekki von á sambærilegri stöðu núna, þó það verði að öllum líkindum skotið meira upp. Í ár hafa um 640 tonn af flugeldum verið flutt inn til landsins, samanborið við um 600 tonn í fyrra. „Það er þessi mikla skotgleði sem að skapar þessa miklu losun og ef að það er óhagstætt veður, það er að segja hægviðri og áttleysa, þá getur verið mjög mikil mengun eins og hefur komið öðru hvoru síðustu ár,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið svona sirka annað hvert ár síðustu tíu árin, gróflega séð, þar sem það hefur verið talsvert mikil mengun og hangir jafnvel fram eftir nýársdegi,“ segir Þorsteinn. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir mikilli mengun í ár er þó mikilvægt að viðkvæmir einstaklingar fari varlega. Á það einnig við um þann metfjölda sem er nú í einangrun með Covid. „Þetta er bara auka álag á öndunarfærin, mikil svifryksmengun af svona fínu svifryki, þannig það er bara mjög óæskilegt fyrir þá sem eru með Covid og í raun alla sem eru eitthvað viðkvæmir í öndunarfærum,“ segir Þorsteinn. Fólk hefur verið hvatt til að hópast ekki saman yfir áramótin í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig hefur til að mynda áramótabrennum verið aflýst annað árið í röð, sem og helgihaldi. Reykjavíkurborg hefur þá ákveðið að fjölga tímabundið göngugötum í miðbænum í öryggisskyni, að beiðni ríkislögreglustjóra. Lokað verður fyrir bílaumferð í tvo og hálfan tíma frá 22.30 á gamlársdag til 01.00 eftir miðnætti á nýársdag. Göturnar sem um ræðir eru Frakkastígur frá Bergþórugötu að Njarðargötu, Eiríksgata frá Njarðargötu að Mímisvegi, og Skólavörðustígur frá Njálsgötu að Njarðargötu, auk þess sem Bjarnarstígur og Kárastígur verða lokaðir við Skólavörðustíg.
Veður Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10 Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31 Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10
Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12