Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 15:10 Fyrsti dagur ársins gæti vel orðið sá þar sem mestrar svifryksmengunar megi vænta. Vísir/Egill Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Segir þar að búast megi við því að styrkurinn verði áfram hár fram eftir degi á nýársdag ef hæglætisveður verði í borginni. „Miðað við undanfarin ár gæti 1. janúar 2022 orðið fyrsti svifryksdagur árins vegna mengunar frá skoteldum. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömmm á rúmmetra,“ segir í tilkynningunni og fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is. Borgarbúar eru hvattir til að sýna aðgát og huga að börnum og dýrum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli. Svifryksmengun vegna flugelda geti verið mjög varasöm og heilsuspillani en á undanförnum árum hafi verið flutt inn um 600 tonn af skoteldum á hverju ári. Árið í ár sé engin undantekning en fyrir þessi áramót hafi verið flutt inn til landsins tæplega 640 tonn af skoteldum en þar af sé púðurmagnið um 56 tonn. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspá, sem enn sé óljós, en verði hæglætisveður verði auknar líkur á slæmum loftgæðum. Fólk er jafnframt hvatt til að kaupa rótarskot Slysavarnafélagsins Landsbjargar vilji það styrkja starf björgunarsveitanna en á sama tíma huga að loftgæðum. Gæludýraeigendur eru jafnframt hvattir til að huga vel að dýrum sínum. Best sé að halda köttum inni dagana í kring um áramót og hafa hunda ávallt í ól þegar þeim sé hleypt út, þó það sé aðeins út í garð. Reykjavík Flugeldar Áramót Tengdar fréttir Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31 Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Segir þar að búast megi við því að styrkurinn verði áfram hár fram eftir degi á nýársdag ef hæglætisveður verði í borginni. „Miðað við undanfarin ár gæti 1. janúar 2022 orðið fyrsti svifryksdagur árins vegna mengunar frá skoteldum. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömmm á rúmmetra,“ segir í tilkynningunni og fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is. Borgarbúar eru hvattir til að sýna aðgát og huga að börnum og dýrum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli. Svifryksmengun vegna flugelda geti verið mjög varasöm og heilsuspillani en á undanförnum árum hafi verið flutt inn um 600 tonn af skoteldum á hverju ári. Árið í ár sé engin undantekning en fyrir þessi áramót hafi verið flutt inn til landsins tæplega 640 tonn af skoteldum en þar af sé púðurmagnið um 56 tonn. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspá, sem enn sé óljós, en verði hæglætisveður verði auknar líkur á slæmum loftgæðum. Fólk er jafnframt hvatt til að kaupa rótarskot Slysavarnafélagsins Landsbjargar vilji það styrkja starf björgunarsveitanna en á sama tíma huga að loftgæðum. Gæludýraeigendur eru jafnframt hvattir til að huga vel að dýrum sínum. Best sé að halda köttum inni dagana í kring um áramót og hafa hunda ávallt í ól þegar þeim sé hleypt út, þó það sé aðeins út í garð.
Reykjavík Flugeldar Áramót Tengdar fréttir Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31 Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31
Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22