Hjálpar ekki að ausa skömmum og fúkyrðum yfir starfsfólkið Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. desember 2021 11:38 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Sigurjón. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hvetur þá sem þurfa á þjónustu Covid-göngudeildarinnar að halda að sýna biðlund og kurteisi. Mikið álag sé á deildinni og það hjálpi ekki þegar starfsfólkið þar fái yfir sig skammir og fúkyrði frá ágengum skjólstæðingum Enn eitt metið var slegið í gær þegar 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 19 liggja inni á Landspítalanum samkvæmt vef spítalans., þar af sex á gjörgæslu. Alls eru 6.403 sjúklingar undir eftirliti Covid-göngudeildarspítalans, þar af 1.373 börn. Már segir álagið þar vera gríðarlegt. „Það er gríðarlega mikið álag á göngudeildinni hjá okkur, gríðarlegt álag. Það er þar sem skóinn kreppur mest hjá okkur,“ segir Már. Skoða hvort hægt sé að stytta sóttkví Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að skoða hvort að það rúmist innan núverandi reglugerðar um sóttkví og einangrun að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Það muni skýrast í dag „Reglugerðin er þannig að fólk er tíu daga í einangrun en við erum að skoða leiðir til að reyna að stytta það og fólk verður bara að fylgjast með þeim skilaboðum sem það fær í gegnum rafræn skilaboð. Fyrir einkennalausa erum við að reyna að skoða það hvort það sé hægt að stytta það,“ segir Már og ítrekar að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem komi í gegnum. Ekki við starfsfólk göngudeildarinnar að sakast Hann biðlar þó til þeirra sem eru í einangrun að sýna starfsfólki göngudeildarinnar ekki dónaskap, líkt og borið hefur á að undanförnu að hans sögn. „Fólk hefur verið mjög ágengt í símaver göngudeildarinnar og stappar oft nærri bara hreinum dónaskap gagnvart starfsfólki okkar. Það mæðir mjög mikið á því og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari eftir þeim reglum sem að það fær í gegnum Heilsuveru,“ segir Már. Starfsfólkið göngudeildarinnar sé að gera sitt besta undir miklu álagi. „Það er ekki við starfsfólkið á göngudeildinni að sakast. Það er mjög íþyngjandi þegar fólk er að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá borgurunum. Fólkið á göngudeildinni er að gera sitt besta, það eru gríðarlegar annir og fólk þarf að sýna okkur tilhlýðilega þolinmæði. Við erum öll að reyna að vinna í þessu saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Enn eitt metið var slegið í gær þegar 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 19 liggja inni á Landspítalanum samkvæmt vef spítalans., þar af sex á gjörgæslu. Alls eru 6.403 sjúklingar undir eftirliti Covid-göngudeildarspítalans, þar af 1.373 börn. Már segir álagið þar vera gríðarlegt. „Það er gríðarlega mikið álag á göngudeildinni hjá okkur, gríðarlegt álag. Það er þar sem skóinn kreppur mest hjá okkur,“ segir Már. Skoða hvort hægt sé að stytta sóttkví Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að skoða hvort að það rúmist innan núverandi reglugerðar um sóttkví og einangrun að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Það muni skýrast í dag „Reglugerðin er þannig að fólk er tíu daga í einangrun en við erum að skoða leiðir til að reyna að stytta það og fólk verður bara að fylgjast með þeim skilaboðum sem það fær í gegnum rafræn skilaboð. Fyrir einkennalausa erum við að reyna að skoða það hvort það sé hægt að stytta það,“ segir Már og ítrekar að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem komi í gegnum. Ekki við starfsfólk göngudeildarinnar að sakast Hann biðlar þó til þeirra sem eru í einangrun að sýna starfsfólki göngudeildarinnar ekki dónaskap, líkt og borið hefur á að undanförnu að hans sögn. „Fólk hefur verið mjög ágengt í símaver göngudeildarinnar og stappar oft nærri bara hreinum dónaskap gagnvart starfsfólki okkar. Það mæðir mjög mikið á því og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari eftir þeim reglum sem að það fær í gegnum Heilsuveru,“ segir Már. Starfsfólkið göngudeildarinnar sé að gera sitt besta undir miklu álagi. „Það er ekki við starfsfólkið á göngudeildinni að sakast. Það er mjög íþyngjandi þegar fólk er að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá borgurunum. Fólkið á göngudeildinni er að gera sitt besta, það eru gríðarlegar annir og fólk þarf að sýna okkur tilhlýðilega þolinmæði. Við erum öll að reyna að vinna í þessu saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24
838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27