„Dóttir mín dó í fanginu á mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2021 16:31 Soledad Peralta og Juan Pablo Orellana Larenas foreldrar Valentinu Orellana-Peralta á blaðamannafundi í gær. AP/Ringo H.W.Chiu Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni. Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira