Innlent

Vilhjálmur með Covid-19

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alþingi haust 2019
Alþingi haust 2019 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi þingflokksformaður, er kominn með Covid-19. RÚV greindi fyrst frá. Þingmaðurinn greindist í gær og segir heilsuna mjög góða.

Af 63 þingmönnum landsins hafa að minnsta kosti tólf greinst með Covid-19. Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og nú þrír þingmenn eru með veiruna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra eru öll í einangrun.

Sömu sögu er að segja af Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Óla Birni Kárasyni og nú Vilhjálmi sem var starfandi þingflokksformaður í fjarveru Óla Björns. Vilhjálmur tjáði Vísi fyrir hádegi í dag að heilsa hans væri mjög góð, hann væri bæði hitlaus auk þess að vera með bragð- og lyktarskyn.

Allir fimm þingmenn Viðreisnar greindust með Covid-19 fyrir jól. Sömu sögu er að segja af Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar.

Tæplega 20 prósent þingmanna eru því í einangrun vegna Covid-19.

Alþingi er í jólafríi en kemur næst saman 17. janúar.


Tengdar fréttir

Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 

Bjarni Bene­dikts­son með Co­vid-19

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×