Innlent

Skoðar að stytta einangrun einkennalausra

Samúel Karl Ólason skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví.

Þetta skrifar Þórólfur í stuttum pistli á Covid.is en þar vísar hann í reglugerð sem tók gildi þann 22. desember og fjallar um að fólk eigi að dvelja í tíu daga einangrun eftir greiningu smits af Covid-19. Þar segir einnig að læknar á göngudeild geti stytt eða lengt einangrun.

„Mikið er nú hringt í göngudeildina til að fá styttingu einangrunar. Rétt er að ítreka að ekki er hægt að meta styttingu einangrunar fyrr en sjö dagar hafa liðið á einangrunina,“ skrifar Þórólfur.

Hann hvetur fólk sem er smitað en einkennalaust og vill stytta einangrun að hafa ekki samband við göngudeild fyrr en minnst sjö dagar eru liðnir af einangruninni.

Þá segir í pistlinum að sóttvarnalæknir skoði að gera breytingar á leiðbeiningum um einangrun og sóttkví vegna Covid-19 og með hliðsjón af nýjum leiðbeiningum sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna.

Þar á bæ hefur verið lagt til að einangrun einkennalausra verði stytt úr tíu í fimm daga.


Tengdar fréttir

Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis

Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun.

Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×