Lífið

Æðis­gengið í jóla­bakstri með Dóru Júlíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dóra fékk Æði strákana í eldhúsið.
Dóra fékk Æði strákana í eldhúsið.

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á Þorláksmessu á Stöð 2.

Í þáttunum Þetta reddast fær Dóra Júlía til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni.

Í fyrsta þættinum mættu Æði strákarnir Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj í heimsókn til hennar til að aðstoða við að baka jóla Lu-köku.

Í þættinum ræddi Dóra við drengina um þá athygli sem þeir hafa fengið eftir að Æði þættirnir hófu göngu sína og margt fleira. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sjálfum en Þetta reddast er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum.

Klippa: Æði strákarnir mættu til Dóru Júlí í Þetta reddast

Tengdar fréttir

Fyrsta sýnishornið úr Þetta reddast

Þann 23. desember fara af stað þættirnir Þetta reddast á Stöð 2. Umsjónarkona þáttanna er plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir. 

Svona lítur fataskápur Dóru Júlíu út

Plötusnúðurinn Dóra Júlía er á leiðinni í loftið með nýja þætti á Stöð 2 sem heita Þetta reddast þar sem hún fær skemmtilegt fólk til að elda með sér á meðan hún spjallar við það um alls konar hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×