Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 19:00 Allir vinna er heiti stjórnvalda á fullri endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Fyrir úrræðið var endurgreiðslan upp á 60 prósent af virðisaukaskatti. vísir/vilhelm Fjármálaráðuneytið telur að úrræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við hallarekstur sinn og veiki skattkerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úrræðið framlengt út næsta ár. Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira