Innlent

„Því miður, fullt af bílum þar inni“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikinn reyk lagði frá bílageymslunni.
Mikinn reyk lagði frá bílageymslunni. Vísir(Skjáskot

Ljóst er að mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í bílageymslu í Seljahverfi í Breiðholti í gær.

„Því miður, fullt af bílum þar inni. Mikið tjón. Við komum á staðinn, þá er mikill eldur þarna og nokkrir bílar sem voru þegar alelda þegar við komum á staðinn. Þarna myndaðist mikill hiti, mikill reykur þannig að mikið tjón á öðrum bílum sem voru þarna inni,“ sagði Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Bítinu á Bylgjunni í dag.

Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað á vettvang en mikill eldur var í geymslunni þegar slökkvilið bar að garði. Talið er að um 26 bílar hafi verið í bílageymslunni og brunnu minnst þrír af þeim.

„Þegar bílar brenna þá er mikil orka sem að leysist út. Þarna var gríðarlegur hiti, tiltölulega lítil lofthæð. Hitinn kemst lítið í burtu og mikill svartur reykur sem er hættulegur vegna hitans og eiturefna sem í reyk eru gagnvart okkar fólki,“ sagði Vernharð.

Engan sakaði þó og ekki var hætta á að eldurinn breiddist frekar út í nærliggjandi húsnæði

„Þetta er þannig hannað að það er enginn inngangur í stigagang eða þannig. Það er bara utangengt í þessa stigageymslu þannig að það fór eins vel og hægt var. Það fór enginn reykur inn í íbúðablokkir þarna í kring.“

Lögregla rannsakar nú vettvanginn til að komast að upptökum eldsins.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.