Óbólusettur með Covid-19 en myndi ekki breyta neinu Árni Sæberg skrifar 25. desember 2021 18:33 Nökkvi Fjalar Orrason. Nökkvi Fjalar Orrason, athafnamaður og áhrifavaldur, greindist smitaður af kórónuveirunni á landamærunum við komuna til landsins á dögunum. Hann hefur ekki þegið bólusetningu en segist engu myndi breyta um það, þótt hann gæti. Nökkvi Fjalar tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann myndi treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid-19 en ekki bóluefni. Nú hefur hann greinst smitaður en hann segist í samtali við Vísi ekki finna til alvarlegra einkenna. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bóluefni. Nökkvi Fjalar hefur um nokkuð skeið búið í Lundúnum en þar geisar heimsfaraldur Covid-19 líkt og hér á landi. Hann hefur nælt sér í veirunna þar og var smitaður þegar hann kom til landsins til að njóta jólanna. „Ég var tekinn í tollinum,“ segir hann. Hingað til hefur hann ekki fundið fyrir öðrum einkennum en bragð- og lyktarskynsmissi. Bragðið sé þó komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi. Fékk aðstoð við að njóta jólanna Nökkvi Fjalar segir að vel fari um sig í einangrun sem hann sætir nú. Hann segist hafa fengið íbúð vinkonu sinnar og samstarfskonu, Alexöndru Sólar Ingvarsdóttur og Sigga kærasta hennar, lánaða. Hún sé fyrir norðan að njóta hátíðanna með fjölskyldu sinni. „Shout-out á Alex, hún aðstoðaði mig við að njóta jólanna betur,“ segir hann þakklátur. Þó ekki væsi um Nökkva Fjalar í einangruninni, hlakkar hann til að losna á mánudaginn. Hann segist munu halda upp á það með því að fara út að hlaupa. „Representar“ heilbrigt líferni Sem áður segir er Nökkvi Fjalar ekki bólusettur gegn kórónuveirunni. Þetta tilkynnti hann í sumar og uppskar nokkra gagnrýni fyrir. „Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins,“ skrifaði Nökkvi á Facebook í kjölfarið. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni til bólusetninga nú þegar hann hefur smitast. „Fyrir mig persónulega myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég fann ekki einu sinni fyrir þessu,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að hann beri mikla virðingi fyrir skoðun þeirra sem kjósa að þiggja bólusetningu sem og þeim sem hafa orðið verr fyrir barðinu á Covid-19 en hann. Hann segist hafa tekið ákvörðun að vel ígrunduðu máli og að hans rannsóknir hafi bent til að sjúkdómurinn leggist ekki alvarlega á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni. Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Nökkvi Fjalar tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann myndi treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid-19 en ekki bóluefni. Nú hefur hann greinst smitaður en hann segist í samtali við Vísi ekki finna til alvarlegra einkenna. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bóluefni. Nökkvi Fjalar hefur um nokkuð skeið búið í Lundúnum en þar geisar heimsfaraldur Covid-19 líkt og hér á landi. Hann hefur nælt sér í veirunna þar og var smitaður þegar hann kom til landsins til að njóta jólanna. „Ég var tekinn í tollinum,“ segir hann. Hingað til hefur hann ekki fundið fyrir öðrum einkennum en bragð- og lyktarskynsmissi. Bragðið sé þó komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi. Fékk aðstoð við að njóta jólanna Nökkvi Fjalar segir að vel fari um sig í einangrun sem hann sætir nú. Hann segist hafa fengið íbúð vinkonu sinnar og samstarfskonu, Alexöndru Sólar Ingvarsdóttur og Sigga kærasta hennar, lánaða. Hún sé fyrir norðan að njóta hátíðanna með fjölskyldu sinni. „Shout-out á Alex, hún aðstoðaði mig við að njóta jólanna betur,“ segir hann þakklátur. Þó ekki væsi um Nökkva Fjalar í einangruninni, hlakkar hann til að losna á mánudaginn. Hann segist munu halda upp á það með því að fara út að hlaupa. „Representar“ heilbrigt líferni Sem áður segir er Nökkvi Fjalar ekki bólusettur gegn kórónuveirunni. Þetta tilkynnti hann í sumar og uppskar nokkra gagnrýni fyrir. „Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins,“ skrifaði Nökkvi á Facebook í kjölfarið. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni til bólusetninga nú þegar hann hefur smitast. „Fyrir mig persónulega myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég fann ekki einu sinni fyrir þessu,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að hann beri mikla virðingi fyrir skoðun þeirra sem kjósa að þiggja bólusetningu sem og þeim sem hafa orðið verr fyrir barðinu á Covid-19 en hann. Hann segist hafa tekið ákvörðun að vel ígrunduðu máli og að hans rannsóknir hafi bent til að sjúkdómurinn leggist ekki alvarlega á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni. Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“