Innlent

Vann yfir 40 milljónir á jóla­dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Líklegt verður að teljast að vinningurinn nemi meiru en sigurvegarinn hafði eytt í jólagjafir. 
Líklegt verður að teljast að vinningurinn nemi meiru en sigurvegarinn hafði eytt í jólagjafir.  Getty

Einn heppinn Lottóspilari varð rúmlega 41 milljón ríkari í dag, jóladag. Hann hreppti fyrsta Lottóvinning og satt einn að honum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Þar kemur fram að vinningsmiðinn hafi verið keyptur á N1 á Bíldshöfða í Reykjavík.

Þá hrepptu fjórir spilarar annan vinning og fékk hver í sinn hlut 172.510 krónur. Þá voru sex spilarar með fjórar réttar tölur í röð og fengu þeir 100 þúsund krónur hver.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×