Innlent

Fólk farið að veikjast meira: Fimmta farsóttarhúsið á teikniborðinu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Gylfi Þór Þórsteinsson Farsóttarhúsinu.
Gylfi Þór Þórsteinsson Farsóttarhúsinu. Vísir/Vilhelm

Farið er að bera á meiri veikindum en áður í farsóttarhúsi að sögn umsjónarmanns. Hann segir að síðasti gesturinn hafi komið í húsið rétt fyrir miðnætti í gær. Allt stefni í að fimmta farsóttarhúsið verði opnað. 

Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsanna segir að síðasti gesturinn í gær hafi komið í hús rétt fyrir miðnætti.

„Við höngum í þessari tölu 200 manns því það eru alltaf einhverjir sem útskrifast. Við eigum því herbergi laus,“ segir Gylfi. 

Gestir héldu áfram að koma í morgun en nú þarf fólk að sækja um að  dvelja í húsunum. Hann segir að aðfangadagskvöld hafi verið notalegt.

„Þetta var ósköp róleg stemning hjá okkur, það var kalkúnn í matinn og svo var fólk að fá gjafir sendar að heiman. Einhverji fengu mat að heiman og eftirrétt þannig að þetta var hæglát en þægileg stemning,“ segir hann. 

Hann segir  byrjað að bera á meiri veikindum.

„Það er aðeins farið að bera á meiri veikindum en engin alvarleg sem betur fer. En við erum að fylgjast vel með nokkrum,“ segir hann. 

Á næsta ári er í skoðun að opna fimmta farsóttarhúsið. 

„Ef þróun faraldursins verður svipuð áfram þá þarf að opna fimmta húsið. Við erum að gera okkur tilbúin í að opna það,“ segir Gylfi. 


Tengdar fréttir

„Ætli það séu ekki ein­hver þrjá­tíu her­bergi eftir“

Staðan í far­sóttar­húsum landsins er orðin veru­lega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í far­sóttar­húsum en tæp­lega sex þúsund manns verða í ein­angrun yfir há­tíðarnar fjarri fjöl­skyldu og vinum. Met­fjöldi greindist smitaður af kórónu­veirunni innan­lands í gær og for­stöðu­maður far­sóttar­húsanna segir að nú þurfi að velja og hafna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×