„Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 11:34 Gylfi segir að mikið af ferðamönnum sé á landinu um þessar mundir og erfitt sé að finna hús sem henti undir starfsemina. Vísir/Egill Staðan í farsóttarhúsum landsins er orðin verulega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í farsóttarhúsum en tæplega sex þúsund manns verða í einangrun yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og forstöðumaður farsóttarhúsanna segir að nú þurfi að velja og hafna. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir óvíst hvað til bragðs sé að taka. Sárafá herbergi eru eftir og enn er unnið að því að klára þær beiðnir sem bárust um innlagnir í gær. Fjöldi beiðna fer hækkandi eftir því sem deginum vindur áfram. „Það eru sárafá herbergi eftir og það eru nokkur hótel orðin full. Það er eitthvað laust á Rauðarárstíg en Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut er orðið fullt. En við eigum svona herbergi á stangli á Rauðarárstíg,“ segir Gylfi Þór og telur að um þrjátíu herbergi séu eftir í heildina. Meta hverjir þurfa mest á dvölinni að halda Aðspurður segir Gylfi að nú þurfi að meta hverjir mest þurfi á herbergi að halda. Hann segist þurfa að treysta því að fólk óski ekki eftir því að fá að dvelja í farsóttarhúsi ef það á í önnur hús að vernda. Matið geti oft og tíðum verið erfitt. „Við metum þetta þannig að þeir sem hafa í engin hús að vernda, til dæmis ferðamenn sem hér verða strandaglópar vegna Covid, við reynum að láta þá ganga fyrir. Svo eru það einstaklingar sem búa til dæmis með fólki með hættulega undirliggjandi sjúkdóma. Svo reynum að skoða hvort viðkomandi sé í jaðarhóp og þurfi húsaskjól þess vegna. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að meta en oft er þetta erfitt,“ segir Gylfi Þór. En hvað gerist núna þegar það fyllist allt? „Það er nefnilega stóra spurningin. Þetta er nefnilega svolítið erfitt við að eiga. Flest hótel eru full eða í notkun en ég hef vilyrði fyrir hóteli núna í byrjun janúar. Annaðhvort verðum við að reyna að þreyja þorrann þangað til, með einhverjum hætti, eða þá grípa til einhverra aðgerða milli jóla og nýárs. Það verður svolítið að koma í ljós.“ „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Aðspurður segist hann vona að fólk fari að útskrifast í millitíðinni en telur að fjöldi útskrifta verði aldrei svo margar miðað við fjölda smita og innlagna síðustu daga. Starfsfólk farsóttarhúsanna verður á fullu í dag á hlaupum með pakka til gesta og reyni sitt allra besta til að létta gestum á farsóttarhúsum lundina. „Við erum komin með núna yfir 200 gesti og þeim mun fara fjölgandi í dag. Það eru núna 205 og fleiri á leiðinni. Þau [herbergin] eru bara af mjög skornum skammti. Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir. Eitthvað svoleiðis,“ segir Gylfi Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14 Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir óvíst hvað til bragðs sé að taka. Sárafá herbergi eru eftir og enn er unnið að því að klára þær beiðnir sem bárust um innlagnir í gær. Fjöldi beiðna fer hækkandi eftir því sem deginum vindur áfram. „Það eru sárafá herbergi eftir og það eru nokkur hótel orðin full. Það er eitthvað laust á Rauðarárstíg en Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut er orðið fullt. En við eigum svona herbergi á stangli á Rauðarárstíg,“ segir Gylfi Þór og telur að um þrjátíu herbergi séu eftir í heildina. Meta hverjir þurfa mest á dvölinni að halda Aðspurður segir Gylfi að nú þurfi að meta hverjir mest þurfi á herbergi að halda. Hann segist þurfa að treysta því að fólk óski ekki eftir því að fá að dvelja í farsóttarhúsi ef það á í önnur hús að vernda. Matið geti oft og tíðum verið erfitt. „Við metum þetta þannig að þeir sem hafa í engin hús að vernda, til dæmis ferðamenn sem hér verða strandaglópar vegna Covid, við reynum að láta þá ganga fyrir. Svo eru það einstaklingar sem búa til dæmis með fólki með hættulega undirliggjandi sjúkdóma. Svo reynum að skoða hvort viðkomandi sé í jaðarhóp og þurfi húsaskjól þess vegna. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að meta en oft er þetta erfitt,“ segir Gylfi Þór. En hvað gerist núna þegar það fyllist allt? „Það er nefnilega stóra spurningin. Þetta er nefnilega svolítið erfitt við að eiga. Flest hótel eru full eða í notkun en ég hef vilyrði fyrir hóteli núna í byrjun janúar. Annaðhvort verðum við að reyna að þreyja þorrann þangað til, með einhverjum hætti, eða þá grípa til einhverra aðgerða milli jóla og nýárs. Það verður svolítið að koma í ljós.“ „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Aðspurður segist hann vona að fólk fari að útskrifast í millitíðinni en telur að fjöldi útskrifta verði aldrei svo margar miðað við fjölda smita og innlagna síðustu daga. Starfsfólk farsóttarhúsanna verður á fullu í dag á hlaupum með pakka til gesta og reyni sitt allra besta til að létta gestum á farsóttarhúsum lundina. „Við erum komin með núna yfir 200 gesti og þeim mun fara fjölgandi í dag. Það eru núna 205 og fleiri á leiðinni. Þau [herbergin] eru bara af mjög skornum skammti. Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir. Eitthvað svoleiðis,“ segir Gylfi Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14 Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Sjá meira
Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14
Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29