Lífið

Jón Jóns­son og Haf­dís eiga von á fjórða barninu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjölskyldan á góðri stundu, í einangrun þó.
Fjölskyldan á góðri stundu, í einangrun þó. Instagram/@jonjonssonmusic

Hjónin Jón Jónsson tónlistarmaður og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir eiga von á sínu fjórða barni á næsta ári. Jón greindi frá þessu í færslu á Instagram í dag.

Hjónin eiga fyrir einn son og tvær dætur, en nú er annar drengur væntanlegur í heiminn. Fjölskyldan er nú í einangrun vegna kórónuveirusmita.

„Hlýjustu jólakveðjur frá okkur og dreng í bumbu. Tókum þessa mynd alveg sjálf hér í einangruninni með því að stilla símanum á borðið og nota raddskipunina 'Smile',“ skrifar Jón á Instagram, með mynd af prúðbúinni fjölskyldunni á aðfangadagskvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.