Innlent

Þrír bátar farist á þremur dögum í Grikk­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björgunaraðilum að störfum í Eyjahafi
Björgunaraðilum að störfum í Eyjahafi EPA/SAHIN

Sextán eru látnir eftir þriðja slysið á jafnmörgum dögum í Eyjahafi. Bátur fórst í seint í gærdag undan ströndum Grikklands og hafa nú þrjátíu farendur látið lífið í Eyjahafi í vikunni. Áttatíu voru í bátnum sem fórst.

Fjölda slysa undanfarna daga má rekja til þess að fólksmyglarar hafa tekið upp á því að fara nýja og hættulegri siglingaleið frá Tyrklandi til Ítalíu, í því skyni að forðast landhelgisgæslu Grikkja. Bátar eru jafnan yfirfullir af farendum, segir í frétt The Guardian. 

Grískum yfirvöldum tókst að bjarga sextíu og tveimur en sextán fundust látnir. Í hópi látinna voru tólf karlmenn, þrjár konur og eitt ungabarn. Talið er að áttatíu manns hafi verið í bátnum. Yfirvöld leituðu í sjó í gærkvöldi í von um að finna einhvern eftirlifandi. Að minnsta kosti tveggja er enn saknað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×