Erlent

Dýra­garði lokað eftir að úlfar sluppu út

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Unnið er að því að tryggja að atvkið komi ekki fyrir aftur.
Unnið er að því að tryggja að atvkið komi ekki fyrir aftur. EPA/Trigo

Dýragarði í Suður-Frakklandi hefur verið lokað tímabundið eftir að níu úlfum tókst að sleppa út fyrir girðingu í garðinum. Garðurinn var opinn þegar atvikið átti sér stað en engan sakaði.

Úlfunum tókst að komast út um öryggishlera og stökkva yfir girðingu í garðinum en tókst þó aldrei að komast út úr dýragarðinum sjálfum. Fjórir úlfanna voru skotnir í kjölfarið fyrir „hættulega háttsemi“ eins og fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Starfsmönnum Trois Vallées-dýragarðarins tókst að handsama hina fimm.

Fáir voru í dýragarðinum þegar atvikið átti sér stað en starfsmaður sveitarfélagsins Montredon-Labessonnie sagði í samtali við fréttamenn AFP að almenningur hafi ekki verið í hættu. Dýragarðinum hefur þó verið lokað til öryggis á meðan unnið er að því að tryggja öryggisráðstafanir.

Dýragarðinum hefur áður verið lokað en í október á þessu ári var garðinum lokað vegna efasemda stjórnvalda um öryggi starfsfólks og almenna dýravelferð. Eigandi dýragarðarins kærði lokunina og fékk að opna skömmu síðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×